Innlent

Helmingur þingmanna fjarverandi í atkvæðagreiðslu um greiðslujöfnun

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Þrjátíu þingmenn af 63 voru fjarverandi þegar atkvæði voru greidd um frumvarp félagsmálaráðherra um aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja. Frumvarpið var samþykkt sem lög fyrr í dag. 32 þingmenn studdu frumvarpið en einn greiddi atkvæði á móti.

Í lögunum er meðal annars fjallað um svonefnda greiðslujöfnun, sem sumir hafa kallað að breyta lánum í „teygjulán". Lög þessi taka til verðtryggðra lána sem tryggð eru með veði í fasteignum hér á landi hjá opinberum lánastofnunum, lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum sem hafa starfsleyfi á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki hér á landi. Skal greiðslujöfnun beitt á öll slík lán nema lánþegi hafi sérstaklega óskað þess að vera undanþeginn greiðslujöfnun. Skilmálabreyting á lánasamningi vegna greiðslujöfnunar skal vera lánþega að kostnaðarlausu.

Við þetta má bæta að eftir því sem best verður komist var að minnsta kosti hluti þeirra þingmanna sem voru fjarverandi við jarðarför.


Tengdar fréttir

Frumvarp um skuldavanda heimilanna samþykkt

Alþingi samþykkti í dag frumvarp Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×