Innlent

Stálu úlpum og mat

Úlpur. Mynd úr safni.
Úlpur. Mynd úr safni.

Þrír karlmenn af erlendu bergi brotnu voru dæmdir fyrir þjófnað og ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Mennirnir stálu úlpum úr verslun Geysis en samanlagt var andvirði þeirra tæplega 120 þúsund krónur en þær voru af gerðinni 66 gráður norður. Þá stálu þeir vörum úr Bónus í Reykjanesbæ fyrir á annan tug þúsund króna.

Einn mannanna var einnig stöðvaður af lögreglunni í Gríms- og Grafningshreppi. Í ljós kom að hann ók ölvaður.

Tveir mannanna voru dæmdir í mánaðar fangelsi en refsins fellur niður haldi þeir almennt skilorð í þrjú ár.

Sá þriðji hafði áður brotið af sér og rauf skilorð með afbrotum sínum nú. Hann hlaut því fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn til þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×