Innlent

Leynileg atkvæðagreiðsla um stjórnir lífeyrissjóða

Frá ársfundi ASÍ
Frá ársfundi ASÍ Mynd/GVA

Atkvæði verða greidd um tillögu Verkalýðsfélags Akraness um að launafólk yfirtaki stjórn lífeyrissjóða innan Alþýðusambands Íslands.

Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, hefur sagt að atvinnurekendur eigi ekkert erindi í þessa sjóði launafólks. Hann fór fram á að atkvæði yrðu greidd um tillöguna, nú á ársfundi ASÍ. Samþykkt var nú fyrir stundu, að leynileg atkvæðagreiðsla yrði haldin um tillöguna á ársfundinum, síðar í dag.

Hátt í 300 manns sækja ársfundinn, sem er æðsta vald í málefnum Alþýðusambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×