Fleiri fréttir Ferðamönnum fækkar - nema frá Evrusvæðinu Erlendum gestum um Leifsstöð í júní fækkaði um fimmtánhundruð manns milli ára. Síðastliðinn júní voru þeir um 54 þúsund talsins, um þremur prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 9.7.2009 13:54 Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 9.7.2009 13:45 Ný bílaleiga býður áður óþekkt verð á bílaleigubílum Í ljósi fréttar Stöðvar 2 í vikunni af gríðarlega háu verði á bílaleigubílum á Íslandi, hefur nýja bílaleigan Thrifty, í samstarfi við Brimborg, ákveðið að bjóða áður óþekkt verð á bílaleigubílum í sumar. 9.7.2009 13:35 Svandís telur sér skylt að greiða atkvæði um Icesave Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra að því í dag hvort hún teldi sig hæfa til þess að taka afstöðu gagnvart Icesave samningnum vegna tengsla sinna við Svavar Gestsson, formann samninganefndarinnar, en Svavar er faðir hennar. 9.7.2009 13:22 Krafðist afsökunarbeiðni af utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafðist þess í dag að Össur Skarphéðinsson bæðist afsökunar á því að þingmönnum hafi ekki verið birt álit bresku lögfræðistofunnar Michon de Reyja þar sem meðal annars kemur fram að ábyrgð Íslendinga í Icesave málinu er ekki ótvíræð. 9.7.2009 13:16 Sprengdi kveikjara og lamdi tvo menn Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að lemja tvo menn. 9.7.2009 12:39 Segir ESB tillöguna vera sprengju í þinginu Stjórnarandstaðan deildi hart á fundarstjórn Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Ráðgert hafði verið að þingfundur hæfist klukkan hálfellefu í morgun en fundinum var frestað fram á hádegi. 9.7.2009 12:39 Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja var kærður fyrir að misnota dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. 9.7.2009 12:21 Prammi með mjölgeymana siglir af stað síðdegis Stefnt er því að prammi, sem flytur tíu risastóra mjölgeyma, verði dreginn út úr Reykjavíkurhöfn upp úr klukkan fjögur. Siglingin verður án efa tilkomumikil sjón enda farmurinn á óvenju háreistur eða á við átta hæða hús. 9.7.2009 12:20 Stal bíl úr reynsluakstri Reynsluakstri stúlku sem fékk bíl að láni frá bílasölunni Bernhard í Reykjanesi í gærmorgun er enn ekki lokið - enda stal hún bílnum og stakk af. 9.7.2009 12:17 Á von á þjóðaratkvæðagreiðslu innan þriggja mánaða „Ég á alveg eins von á því að málið verði lagt í hendur þjóðarinnar innan þriggja mánaða,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi er hann var inntur eftir því hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB fari fram, ákveði þingið að samþykkja þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar. 9.7.2009 11:51 Segja Bankasýsluna eitt stórt leikrit „Við í minnihlutanum teljum að þetta sé eitt stórt leikrit," segir Eygló Harðardóttir, fulltrúi Framsóknar í viðskiptanefnd Alþingis, um Bankasýslu ríkisins. 9.7.2009 11:39 30 daga skilorð fyrir að stela vodkafleyg og bjórdós Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið Borsia vodkafleyg og hálfum lítra af bjór úr Vínbúðinni á Akureyri. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Þá var kona dæmd fyrir að stela gaskút af bensínstöð í nóvember í fyrra og að keyra undir áhrifum amfetamíns í mars. Konan var dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt. 9.7.2009 11:07 Bankasýslan mun fara með eignaumsýsluna Bankasýsla ríkisins mun fara með hlutafélag um eignaumsýslu ríkisins, auk þess að fara með hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta er lagt til í nefndaráliti meirihluta viðskiptanefndar og umsögn efnahags- og skattanefndar. 9.7.2009 10:50 Allir stjórnarþingmenn samþykkja ESB-tillöguna Utanríkisnefnd er búinn að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn í ESB út úr nefndinni. Hart var tekist á í nefndinni út af tillögunni. 9.7.2009 10:22 Eldur í bátaskýli við Elliðavatn Eldur kviknaði í gömlu bátaskýli við Elliðavatn um klukkan sex í morgun og logaði glatt, þegar slökkvilið kom á vettvang. Mininn reyk lagði frá skýlinu og sást hann víða að.Slökkvistarfi er lokið en skýlið mun vera ónýtt. Ekki er vitað um eldsupptök. 9.7.2009 09:00 Lenti í sjálfheldu við Ingólfsfjall Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi komu í gær ungri konu til hjálpar, þar sem hún hafði lent í sjálfheldu í klettabelti í hlíðum Ingólfsfjalls, fyrir norðan Selfoss. Þegar svo var komið fyrir henni hringdi hún eftir hjálp og tók það björgunarmenn um það bil tvær klukkustundir að komast að henni. Ekkert amaði að konunni, sem er vön fjallgöngum.- 9.7.2009 08:48 Kostnaðarsamt ef lögregla nær ekki að sinna verkefnum Það getur orðið ærið kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð ef lögregla nær ekki að sinna lögbundnum verkefnum sínum, og þá helst forvarnarverkefnum, segir meðal annars í ályktun lögreglufélags Suðurnesja. Nú á tímum sé aukin þörf fyrir lögreglu, sér i lagi í ljósi þess uppgjörs sem íslenska þjóðin krefst að fram fari í kjölfar bankahrunsins. Bent er á að gangi niðurskurðartillögur ríkisvaldsins eftir þýddi það 12 til, 13 manna fækkun í lögregluliði Suðrunesjamanna.- 9.7.2009 08:39 Frá Reykjavík til Akureyrar á tólf tímum Fyrstu hjólreiðakapparnir, í hjólreiðakeppninni á milli Reykjavíkur og Akureyrar, sem hófst í Reykjavík klukkan sjö í gærmorgun, komu í mark á Akureyri rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. 9.7.2009 08:33 Ágreiningur milli stjórnarliða Ágreiningur á milli stjórnarliða í utanríkismálanefnd Alþingis varð til þess að ekki náðist samstaða um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á fundi nefndarinnar, sem stóð fram á kvöld í gær. 9.7.2009 08:27 Á leið til lands eftir makrílveiðar Floti tuttugu íslenskra fjölveiðiskipa, sem hafa verið að makrílveiðum að undanförnu, miðja vegu á milli Íslands og Færeyja, er nú á leið til landsins með afla, eftir að sjávarútvegsráðuneytið stöðvaði frekari makrílveiðar í gær. 9.7.2009 08:21 Hafa beðið síðan þrjú í nótt eftir miða á Þjóðhátíð Örtröð er nú við afgreiðslu Flytjanda við Klettagarða í Sundahöfn í Reykjavík þar sem hátt í þrjú hundruð unglingar hafa verið að safnast saman í nótt til að tryggja sér síðustu miðana í Herjólf til Vestmannaeyja um þjóðhátíðina. 9.7.2009 08:17 Brotist inn hjá N-1 Brotist var inn í söluskála N-1 við Stóragerði í Reykjavík um klukkan hálf fimm í morgun. Vitni sáu til tveggja manna á vettvangi og létu lögreglu vita, en þeir voru horfnir þegar lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Ekki liggur enn fyrir hversu miklu þeir stálu, en lögregla leitar þeirra.- 9.7.2009 08:15 Jakob Frímann er enn í Ráðhúsinu Reykjavík Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgar-mála, er enn við störf í Ráðhúsi Reykjavíkur þrátt fyrir að ráðningartími hans hafi runnið út í lok apríl. 9.7.2009 05:30 Áfengur bjór fór óvart í matvörubúðir Eitt vörubretti af áfengum Thule-bjór í hálfs lítra dósum barst fyrir mistök frá Vífilfelli í nokkrar matvöruverslanir um eða eftir helgi í stað léttöls. Eitthvað af bjórnum seldist úr verslunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9.7.2009 05:15 SPRON hunsar álit réttarfars-nefndarinnar Slitastjórn SPRON er heimilt að greiða ógreidd laun rúmlega 100 starfsmanna SPRON á uppsagnarfresti, samkvæmt áliti réttarfarsnefndar. Ekki sé lagabreytinga þörf, eins og slitastjórnin telur. 9.7.2009 04:45 Niðurstöðu er að vænta í dag Utanríkismálanefnd Alþingis reyndi að komast að málamiðlun um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á fundi sem stóð fram eftir kvöldi í gær. Niðurstöðu er að vænta í dag en utanríkismálanefnd hittist aftur klukkan hálf níu. Bjartsýni virðist ríkja um að mögulegt verði að ná lendingu þar sem önnur umræða um málið hafði verið sett á dagskrá þingsins í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9.7.2009 04:30 Ítreka nauðsyn sjóvarnargarðs Landbrot er orðið umtalsvert meira og fjörulína komin inn fyrir viðmiðunarmörk sem marka áttu upphaf framkvæmda við nýjan sjóvarnargarð við Vík, segir sveitarstjórn Mýrdalshrepps. 9.7.2009 04:30 Óeðlilegt hvernig lántakan þróaðist „Við veltum vöngum yfir hvernig þetta mál þróaðist,“ segir Ragnar Lárus Kristjánsson, forstöðumaður hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu, sem Reykjavíkur-borg hafi falið að útvega fimm milljarða króna lánsfé gegn veði í fasteignum borgarinnar. 9.7.2009 04:15 Þarf meira til að lögleiða fíkniefni Dómsmálaráðherra segir það ekki næga ástæðu til að endurskoða stefnu ríkisins gagnvart kannabisefnum að landlæknir og prófessor í afbrotafræði hafi varað við „fíkniefnastríðinu“, og virðist telja núverandi stefnu komna í ákveðna blindgötu. 9.7.2009 03:45 Hrikalegar tölur úr rekstri sveitarfélaga Rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna fyrir árið 2008 sýnir að viðsnúningurinn frá árinu á undan er neikvæður um 68 milljarða króna. Afkoman er lökust hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og á svokölluðum vaxtarsvæðum. 9.7.2009 03:30 Rannsakaði aðstoðarmenn ráðherra Faglega ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra tók að fjölga þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum árið 2007. Þetta er meðal niðurstaðna BA-verkefnis Gests Páls Reynissonar í stjórnmálafræði, sem hlaut á dögunum verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta. 9.7.2009 03:15 Fjórðungur ganga eftir Eftir á að grafa fyrir fjórðungi af heildarleið Bolungarvíkurganga um Óshlíð. 9.7.2009 03:00 Tilboð berast í Loftorku ehf. Sjö tilboð hafa borist í eignir þrotabús Loftorku Borgarnesi ehf. Eiríkur Elís Þorláksson, skiptastjóri þrotabúsins, hefur tilboð í höndunum, sem ýmist eru í eignirnar í heild eða einstaka hluta þeirra. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. 9.7.2009 02:45 Lögbundni aldurinn í forgang „Fimmtán einstaklingar sem eru að koma úr 10. bekk eru ekki búnir að fá pláss,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra spurð hvernig staðan sé á umsóknum í framhaldsskóla landsins. Verið er að vinna í málum þeirra, að sögn Katrínar. 9.7.2009 02:30 Fimm til sjö sparisjóðir í landinu Ekki hefur verið rætt við forsvarsmenn Byrs sparisjóðs um mögulega sameiningu og sparisjóðurinn hefur ekki lýst áhuga á slíku, segir Ragnar Zophonías Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs og stjórnarmaður í Sambandi sparisjóða. 9.7.2009 02:15 Fundi utanríkismálanefndar aflýst eftir kröfu Guðfríðar Lilju Fundi Utanríkismálanefndar Alþingis sem átti að halda áfram klukkan 21.30 í kvöld hefur verið aflýst. Á fundinum átti að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu út úr nefndinni. Fundurinn hófst klukkan sex síðdegis en gert var hlé á fundinum eftir að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lagði fram kröfu um að veittar yrðu upplýsingar um kostnað við aðildarviðræðurnar. 8.7.2009 22:13 Framkvæmdastjóri Strætó biðst afsökunar Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó Bs, vill koma á framfæri afsökunarbeiðni til foreldra átta ára drengs sem var settur út úr leið S1 í Hamraborg í Kópavogi í gær vegna plássleysis. Móðir drengsins hafði samband við Vísi í gær, verulega ósátt. 8.7.2009 21:20 Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8.7.2009 16:23 Nýtt gagnaver gæti skapað tugi starfa „Ég sé fyrir mér að hægt sé að draga mikil viðskipti hingað," segir Ólafur, Sigurvinsson, rekstrarstjóri nýja gagnavistunarfyrirtækisins DataCell. Reiknað er með að fyrirtækið hefji rekstur í september með þjónustu við fyrstu viðskiptavinina á Íslandi. 8.7.2009 14:28 Hjólreiðamönnunum miðar vel Hjólreiðamennirnir sem lögðu af stað í hjólreiðakeppni frá Mosfellsbæ til Akureyrar í morgun eru komnir vel á veg. Að sögn Hákons Hrafns Sigurðssonar, eins af skipuleggjendum keppninnar, er búist við að fyrstu hjólakapparnir komi til Akureyrar rúmlega sjö í kvöld. Tveir fyrstu hóparnir voru fyrir nokkrum mínútum í Varmahlíð í Skagafirði. 8.7.2009 16:39 Finni og konu hans hótað Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Nýja Kaupþings, barst hótun bréfleiðis í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Björgólfsfeðgar vildu semja um ákveðna niðurfellingu á skuldum sínum við bankann. Konu Finns var einnig hótað í sama bréfi. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8.7.2009 20:35 Íslendingar kenna Dönum að fljúga Þristavinafélagið DC-3 hefur nú tekið að sér flugmannaþjálfun fyrir danska þristavinafélagið og hefur Páll Sveinsson undanfarna daga verið notaður til að þjálfa danskan flugstjóra. Danirnir kosta þjálfunarflugið en þeir höfðu ekki aðstöðu til að standa að því sjálfir og leituðu því til Íslendinga um hjálp. 8.7.2009 19:29 Hundur týndist við Smáralind Hvítur og grár Silki Terrier hundur hvarf fyrir utan Smáralindina um klukkan hálf fjögur í dag. Hann er lítill með tagl í hvítri peysu með silfur stöfum og með rauða slaufu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hundsins geta haft samband í síma 841-0117 eða 564-0713. 8.7.2009 17:21 Ráðherra stöðvar makrílveiðar Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til makrílveiða frá klukkan 18 í dag. Jafnframt hefur reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum verið breytt á þann hátt að veiðar úr þeim stofni eru einungis heimilar fyrir norðan 66°N og þar má makrílafli ekki fara yfir 10% af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili. Tekur þessi reglugerðarbreyting gildi á miðnætti. 8.7.2009 16:40 Sjá næstu 50 fréttir
Ferðamönnum fækkar - nema frá Evrusvæðinu Erlendum gestum um Leifsstöð í júní fækkaði um fimmtánhundruð manns milli ára. Síðastliðinn júní voru þeir um 54 þúsund talsins, um þremur prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 9.7.2009 13:54
Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 9.7.2009 13:45
Ný bílaleiga býður áður óþekkt verð á bílaleigubílum Í ljósi fréttar Stöðvar 2 í vikunni af gríðarlega háu verði á bílaleigubílum á Íslandi, hefur nýja bílaleigan Thrifty, í samstarfi við Brimborg, ákveðið að bjóða áður óþekkt verð á bílaleigubílum í sumar. 9.7.2009 13:35
Svandís telur sér skylt að greiða atkvæði um Icesave Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra að því í dag hvort hún teldi sig hæfa til þess að taka afstöðu gagnvart Icesave samningnum vegna tengsla sinna við Svavar Gestsson, formann samninganefndarinnar, en Svavar er faðir hennar. 9.7.2009 13:22
Krafðist afsökunarbeiðni af utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafðist þess í dag að Össur Skarphéðinsson bæðist afsökunar á því að þingmönnum hafi ekki verið birt álit bresku lögfræðistofunnar Michon de Reyja þar sem meðal annars kemur fram að ábyrgð Íslendinga í Icesave málinu er ekki ótvíræð. 9.7.2009 13:16
Sprengdi kveikjara og lamdi tvo menn Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að lemja tvo menn. 9.7.2009 12:39
Segir ESB tillöguna vera sprengju í þinginu Stjórnarandstaðan deildi hart á fundarstjórn Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Ráðgert hafði verið að þingfundur hæfist klukkan hálfellefu í morgun en fundinum var frestað fram á hádegi. 9.7.2009 12:39
Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja var kærður fyrir að misnota dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. 9.7.2009 12:21
Prammi með mjölgeymana siglir af stað síðdegis Stefnt er því að prammi, sem flytur tíu risastóra mjölgeyma, verði dreginn út úr Reykjavíkurhöfn upp úr klukkan fjögur. Siglingin verður án efa tilkomumikil sjón enda farmurinn á óvenju háreistur eða á við átta hæða hús. 9.7.2009 12:20
Stal bíl úr reynsluakstri Reynsluakstri stúlku sem fékk bíl að láni frá bílasölunni Bernhard í Reykjanesi í gærmorgun er enn ekki lokið - enda stal hún bílnum og stakk af. 9.7.2009 12:17
Á von á þjóðaratkvæðagreiðslu innan þriggja mánaða „Ég á alveg eins von á því að málið verði lagt í hendur þjóðarinnar innan þriggja mánaða,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi er hann var inntur eftir því hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB fari fram, ákveði þingið að samþykkja þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar. 9.7.2009 11:51
Segja Bankasýsluna eitt stórt leikrit „Við í minnihlutanum teljum að þetta sé eitt stórt leikrit," segir Eygló Harðardóttir, fulltrúi Framsóknar í viðskiptanefnd Alþingis, um Bankasýslu ríkisins. 9.7.2009 11:39
30 daga skilorð fyrir að stela vodkafleyg og bjórdós Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið Borsia vodkafleyg og hálfum lítra af bjór úr Vínbúðinni á Akureyri. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Þá var kona dæmd fyrir að stela gaskút af bensínstöð í nóvember í fyrra og að keyra undir áhrifum amfetamíns í mars. Konan var dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt. 9.7.2009 11:07
Bankasýslan mun fara með eignaumsýsluna Bankasýsla ríkisins mun fara með hlutafélag um eignaumsýslu ríkisins, auk þess að fara með hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta er lagt til í nefndaráliti meirihluta viðskiptanefndar og umsögn efnahags- og skattanefndar. 9.7.2009 10:50
Allir stjórnarþingmenn samþykkja ESB-tillöguna Utanríkisnefnd er búinn að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn í ESB út úr nefndinni. Hart var tekist á í nefndinni út af tillögunni. 9.7.2009 10:22
Eldur í bátaskýli við Elliðavatn Eldur kviknaði í gömlu bátaskýli við Elliðavatn um klukkan sex í morgun og logaði glatt, þegar slökkvilið kom á vettvang. Mininn reyk lagði frá skýlinu og sást hann víða að.Slökkvistarfi er lokið en skýlið mun vera ónýtt. Ekki er vitað um eldsupptök. 9.7.2009 09:00
Lenti í sjálfheldu við Ingólfsfjall Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi komu í gær ungri konu til hjálpar, þar sem hún hafði lent í sjálfheldu í klettabelti í hlíðum Ingólfsfjalls, fyrir norðan Selfoss. Þegar svo var komið fyrir henni hringdi hún eftir hjálp og tók það björgunarmenn um það bil tvær klukkustundir að komast að henni. Ekkert amaði að konunni, sem er vön fjallgöngum.- 9.7.2009 08:48
Kostnaðarsamt ef lögregla nær ekki að sinna verkefnum Það getur orðið ærið kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð ef lögregla nær ekki að sinna lögbundnum verkefnum sínum, og þá helst forvarnarverkefnum, segir meðal annars í ályktun lögreglufélags Suðurnesja. Nú á tímum sé aukin þörf fyrir lögreglu, sér i lagi í ljósi þess uppgjörs sem íslenska þjóðin krefst að fram fari í kjölfar bankahrunsins. Bent er á að gangi niðurskurðartillögur ríkisvaldsins eftir þýddi það 12 til, 13 manna fækkun í lögregluliði Suðrunesjamanna.- 9.7.2009 08:39
Frá Reykjavík til Akureyrar á tólf tímum Fyrstu hjólreiðakapparnir, í hjólreiðakeppninni á milli Reykjavíkur og Akureyrar, sem hófst í Reykjavík klukkan sjö í gærmorgun, komu í mark á Akureyri rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. 9.7.2009 08:33
Ágreiningur milli stjórnarliða Ágreiningur á milli stjórnarliða í utanríkismálanefnd Alþingis varð til þess að ekki náðist samstaða um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á fundi nefndarinnar, sem stóð fram á kvöld í gær. 9.7.2009 08:27
Á leið til lands eftir makrílveiðar Floti tuttugu íslenskra fjölveiðiskipa, sem hafa verið að makrílveiðum að undanförnu, miðja vegu á milli Íslands og Færeyja, er nú á leið til landsins með afla, eftir að sjávarútvegsráðuneytið stöðvaði frekari makrílveiðar í gær. 9.7.2009 08:21
Hafa beðið síðan þrjú í nótt eftir miða á Þjóðhátíð Örtröð er nú við afgreiðslu Flytjanda við Klettagarða í Sundahöfn í Reykjavík þar sem hátt í þrjú hundruð unglingar hafa verið að safnast saman í nótt til að tryggja sér síðustu miðana í Herjólf til Vestmannaeyja um þjóðhátíðina. 9.7.2009 08:17
Brotist inn hjá N-1 Brotist var inn í söluskála N-1 við Stóragerði í Reykjavík um klukkan hálf fimm í morgun. Vitni sáu til tveggja manna á vettvangi og létu lögreglu vita, en þeir voru horfnir þegar lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Ekki liggur enn fyrir hversu miklu þeir stálu, en lögregla leitar þeirra.- 9.7.2009 08:15
Jakob Frímann er enn í Ráðhúsinu Reykjavík Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgar-mála, er enn við störf í Ráðhúsi Reykjavíkur þrátt fyrir að ráðningartími hans hafi runnið út í lok apríl. 9.7.2009 05:30
Áfengur bjór fór óvart í matvörubúðir Eitt vörubretti af áfengum Thule-bjór í hálfs lítra dósum barst fyrir mistök frá Vífilfelli í nokkrar matvöruverslanir um eða eftir helgi í stað léttöls. Eitthvað af bjórnum seldist úr verslunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9.7.2009 05:15
SPRON hunsar álit réttarfars-nefndarinnar Slitastjórn SPRON er heimilt að greiða ógreidd laun rúmlega 100 starfsmanna SPRON á uppsagnarfresti, samkvæmt áliti réttarfarsnefndar. Ekki sé lagabreytinga þörf, eins og slitastjórnin telur. 9.7.2009 04:45
Niðurstöðu er að vænta í dag Utanríkismálanefnd Alþingis reyndi að komast að málamiðlun um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á fundi sem stóð fram eftir kvöldi í gær. Niðurstöðu er að vænta í dag en utanríkismálanefnd hittist aftur klukkan hálf níu. Bjartsýni virðist ríkja um að mögulegt verði að ná lendingu þar sem önnur umræða um málið hafði verið sett á dagskrá þingsins í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9.7.2009 04:30
Ítreka nauðsyn sjóvarnargarðs Landbrot er orðið umtalsvert meira og fjörulína komin inn fyrir viðmiðunarmörk sem marka áttu upphaf framkvæmda við nýjan sjóvarnargarð við Vík, segir sveitarstjórn Mýrdalshrepps. 9.7.2009 04:30
Óeðlilegt hvernig lántakan þróaðist „Við veltum vöngum yfir hvernig þetta mál þróaðist,“ segir Ragnar Lárus Kristjánsson, forstöðumaður hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu, sem Reykjavíkur-borg hafi falið að útvega fimm milljarða króna lánsfé gegn veði í fasteignum borgarinnar. 9.7.2009 04:15
Þarf meira til að lögleiða fíkniefni Dómsmálaráðherra segir það ekki næga ástæðu til að endurskoða stefnu ríkisins gagnvart kannabisefnum að landlæknir og prófessor í afbrotafræði hafi varað við „fíkniefnastríðinu“, og virðist telja núverandi stefnu komna í ákveðna blindgötu. 9.7.2009 03:45
Hrikalegar tölur úr rekstri sveitarfélaga Rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna fyrir árið 2008 sýnir að viðsnúningurinn frá árinu á undan er neikvæður um 68 milljarða króna. Afkoman er lökust hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og á svokölluðum vaxtarsvæðum. 9.7.2009 03:30
Rannsakaði aðstoðarmenn ráðherra Faglega ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra tók að fjölga þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum árið 2007. Þetta er meðal niðurstaðna BA-verkefnis Gests Páls Reynissonar í stjórnmálafræði, sem hlaut á dögunum verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta. 9.7.2009 03:15
Fjórðungur ganga eftir Eftir á að grafa fyrir fjórðungi af heildarleið Bolungarvíkurganga um Óshlíð. 9.7.2009 03:00
Tilboð berast í Loftorku ehf. Sjö tilboð hafa borist í eignir þrotabús Loftorku Borgarnesi ehf. Eiríkur Elís Þorláksson, skiptastjóri þrotabúsins, hefur tilboð í höndunum, sem ýmist eru í eignirnar í heild eða einstaka hluta þeirra. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. 9.7.2009 02:45
Lögbundni aldurinn í forgang „Fimmtán einstaklingar sem eru að koma úr 10. bekk eru ekki búnir að fá pláss,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra spurð hvernig staðan sé á umsóknum í framhaldsskóla landsins. Verið er að vinna í málum þeirra, að sögn Katrínar. 9.7.2009 02:30
Fimm til sjö sparisjóðir í landinu Ekki hefur verið rætt við forsvarsmenn Byrs sparisjóðs um mögulega sameiningu og sparisjóðurinn hefur ekki lýst áhuga á slíku, segir Ragnar Zophonías Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs og stjórnarmaður í Sambandi sparisjóða. 9.7.2009 02:15
Fundi utanríkismálanefndar aflýst eftir kröfu Guðfríðar Lilju Fundi Utanríkismálanefndar Alþingis sem átti að halda áfram klukkan 21.30 í kvöld hefur verið aflýst. Á fundinum átti að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu út úr nefndinni. Fundurinn hófst klukkan sex síðdegis en gert var hlé á fundinum eftir að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lagði fram kröfu um að veittar yrðu upplýsingar um kostnað við aðildarviðræðurnar. 8.7.2009 22:13
Framkvæmdastjóri Strætó biðst afsökunar Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó Bs, vill koma á framfæri afsökunarbeiðni til foreldra átta ára drengs sem var settur út úr leið S1 í Hamraborg í Kópavogi í gær vegna plássleysis. Móðir drengsins hafði samband við Vísi í gær, verulega ósátt. 8.7.2009 21:20
Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8.7.2009 16:23
Nýtt gagnaver gæti skapað tugi starfa „Ég sé fyrir mér að hægt sé að draga mikil viðskipti hingað," segir Ólafur, Sigurvinsson, rekstrarstjóri nýja gagnavistunarfyrirtækisins DataCell. Reiknað er með að fyrirtækið hefji rekstur í september með þjónustu við fyrstu viðskiptavinina á Íslandi. 8.7.2009 14:28
Hjólreiðamönnunum miðar vel Hjólreiðamennirnir sem lögðu af stað í hjólreiðakeppni frá Mosfellsbæ til Akureyrar í morgun eru komnir vel á veg. Að sögn Hákons Hrafns Sigurðssonar, eins af skipuleggjendum keppninnar, er búist við að fyrstu hjólakapparnir komi til Akureyrar rúmlega sjö í kvöld. Tveir fyrstu hóparnir voru fyrir nokkrum mínútum í Varmahlíð í Skagafirði. 8.7.2009 16:39
Finni og konu hans hótað Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Nýja Kaupþings, barst hótun bréfleiðis í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Björgólfsfeðgar vildu semja um ákveðna niðurfellingu á skuldum sínum við bankann. Konu Finns var einnig hótað í sama bréfi. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8.7.2009 20:35
Íslendingar kenna Dönum að fljúga Þristavinafélagið DC-3 hefur nú tekið að sér flugmannaþjálfun fyrir danska þristavinafélagið og hefur Páll Sveinsson undanfarna daga verið notaður til að þjálfa danskan flugstjóra. Danirnir kosta þjálfunarflugið en þeir höfðu ekki aðstöðu til að standa að því sjálfir og leituðu því til Íslendinga um hjálp. 8.7.2009 19:29
Hundur týndist við Smáralind Hvítur og grár Silki Terrier hundur hvarf fyrir utan Smáralindina um klukkan hálf fjögur í dag. Hann er lítill með tagl í hvítri peysu með silfur stöfum og með rauða slaufu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hundsins geta haft samband í síma 841-0117 eða 564-0713. 8.7.2009 17:21
Ráðherra stöðvar makrílveiðar Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til makrílveiða frá klukkan 18 í dag. Jafnframt hefur reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum verið breytt á þann hátt að veiðar úr þeim stofni eru einungis heimilar fyrir norðan 66°N og þar má makrílafli ekki fara yfir 10% af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili. Tekur þessi reglugerðarbreyting gildi á miðnætti. 8.7.2009 16:40