Innlent

Fimm til sjö sparisjóðir í landinu

Ragnar Zophonías Guðjónsson
Ragnar Zophonías Guðjónsson

Ekki hefur verið rætt við forsvarsmenn Byrs sparisjóðs um mögulega sameiningu og sparisjóðurinn hefur ekki lýst áhuga á slíku, segir Ragnar Zophonías Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs og stjórnarmaður í Sambandi sparisjóða.

„Ég held að það sé lífsnauðsynlegt fyrir land og þjóð að það verði sparisjóðir í landinu,“ segir Ragnar. Hann segist frekar horfa til sameiningar sparisjóða en sameiningar Byrs við einn af viðskiptabönkunum þremur.

Hann tekur undir það álit Samband sparisjóða að raunhæft sé að miða við að fimm til sjö sparisjóðir starfi í landinu, um það bil einn í hverjum landshluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×