Innlent

Stal bíl úr reynsluakstri

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Samskonar bíll og sá sem var stolið.
Samskonar bíll og sá sem var stolið.
Reynsluakstri stúlku sem fékk bíl að láni frá bílasölunni Bernhard í Reykjanesi í gærmorgun er enn ekki lokið - enda stal hún bílnum og stakk af.

Áður gaf hún starfsfólki upp bæði nafn og kennitölu, sem líklegast eru uppdiktuð, auk símanúmers sem nú er lokað.

Bíllinn sem stúlkan tók ófrjálsri hendi er af gerðinni Volvo S40 og er eldrauður. Númerið er JV-500.

Lögreglan á Suðurnesjum telur að bíllinn sé niðurkominn á höfuðborgarsvæðinu.

Eigandi bílasölunnar biður þá sem veitt geta upplýsingar um afdrif bílsins að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×