Innlent

Fundi utanríkismálanefndar aflýst eftir kröfu Guðfríðar Lilju

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Fundi Utanríkismálanefndar Alþingis sem átti að halda áfram klukkan 21.30 í kvöld hefur verið aflýst. Á fundinum átti að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu út úr nefndinni. Fundurinn hófst klukkan sex síðdegis en gert var hlé á fundinum eftir að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lagði fram kröfu um að veittar yrðu upplýsingar um kostnað við aðildarviðræðurnar.

Halda átti fundinum áfram klukkan 21.30 í kvöld en þeim fundi var aflýst og hefur verið boðað til annars fundar klukkan hálfníu í fyrramálið.

Búist var við því að komin væri eining í meirihluta nefndarinnar um að afgreiða tillöguna. Árni Þór Sigurðsson hafði til að mynda sagt í dag að hann vonaðist til þess að tillagan yrði afgreidd í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×