Innlent

Íslendingar kenna Dönum að fljúga

Þristavinafélagið DC-3 hefur nú tekið að sér flugmannaþjálfun fyrir danska þristavinafélagið og hefur Páll Sveinsson undanfarna daga verið notaður til að þjálfa danskan flugstjóra. Danirnir kosta þjálfunarflugið en þeir höfðu ekki aðstöðu til að standa að því sjálfir og leituðu því til Íslendinga um hjálp. Flugstjórinn danski er sextugur og starfaði áður sem þotuflugmaður hjá Sterling en hafði ekki áður flogið þristi. Stefnt er að því hann verði útskrifaður eftir flug í fyrramálið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×