Innlent

30 daga skilorð fyrir að stela vodkafleyg og bjórdós

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið vodkafleyg og hálfum lítra af bjór úr Vínbúðinni á Akureyri í mars síðastliðnum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Þá var kona dæmd fyrir að stela gaskút af bensínstöð í nóvember í fyrra og að keyra undir áhrifum amfetamíns í mars. Konan var dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×