Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 19:29 Mikil stemmning var í Nauthólsvík enda mikið blíðviðri. Vísir/Lýður Hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í dag orsakaði blíðviðri víðast hvar. Egg var steikt á bíl, hitamet slegin víða og mátti litlu muna að vísa þyrfti sundlaugargestum frá í Reykjavík. Fréttastofa ræddi við landsmenn sem nutu sín í sól og sumaryl. Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg Veður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg
Veður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira