Innlent

Bankasýslan mun fara með eignaumsýsluna

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar.
Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar. Mynd/GVA
Bankasýsla ríkisins mun fara með hlutafélag um eignaumsýslu ríkisins, auk þess að fara með hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta er lagt til í nefndaráliti meirihluta viðskiptanefndar og umsögn efnahags- og skattanefndar.

Efnahags- og skattanefnd telur að það fyrirkomulag muni veita starfsemi félagsins ríkari vernd gegn pólitískum áhrifum en ef fjármálaráðherra færi með hlutinn.

Eignaumsýslufélagið kemur þó til með að verða umfangsminna en fyrst var talið, þar eð bankarnir hafa sjálfir stofnað félög utan um hluti í fyrirtækjum sem lenda í þeirra eigu. Það verður því aðeins í undantekningatilfellum sem fyrirtæki munu rata inn í eignaumsýslu ríkisins.

Í áliti viðskiptanefndar var einnig tæpt á öðrum flötum bankasýslunnar. Til dæmis var lagt til að hún yrði skilgreind sem stofnun en ekki hlutafélag, og að kynjahlutföll yrðu höfð til hliðsjónar við val í nefndir, ráð og stjórnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×