Innlent

Frá Reykjavík til Akureyrar á tólf tímum

Hjólreiðamenn leggja af stað frá Mosfellsbæ. Mynd/ Jón Kristján Sigurðsson.
Hjólreiðamenn leggja af stað frá Mosfellsbæ. Mynd/ Jón Kristján Sigurðsson.
Fyrstu hjólreiðakapparnir, í hjólreiðakeppninni á milli Reykjavíkur og Akureyrar, sem hófst í Reykjavík klukkan sjö í gærmorgun, komu í mark á Akureyri rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi.

Þeir voru saman í tveggja manna liði og skiptust á um að hjóla, en alls tóku tólf slík lið þátt í keppninni og komust allir keppendur á leiðarenda, eftir því sem best er vitað. Meðalhraði sigurvegaranna var 39 kílómetrar á klukkustund.

Keppnin var á vegum Ungmennafélags Íslands til að vekja athygli á því að nú eru hundrað ár síðan félagið hélt fyrst landsmót, en landsmót verður sett á Akureyri í dag.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×