Á von á þjóðaratkvæðagreiðslu innan þriggja mánaða Gunnar Örn Jónsson skrifar 9. júlí 2009 11:51 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Mynd/GVA „Ég á alveg eins von á því að málið verði lagt í hendur þjóðarinnar innnan þriggja mánaða," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi er hann var inntur eftir því hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB fari fram, ákveði þingið að samþykkja þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag, afgreiddi utanríkismálanefnd þingsályktunartillögu um aðildarumsókn í ESB út úr nefndinni. Hart var tekist á í nefndinni út af tillögunni en allir stjórnarþingmenn í utanríkismálanefnd greiddu atkvæði með henni, þrátt fyrir miklar efasemdir nefndarmanna Vinstri Grænna. Bjarni Benediktsson á jafnvel von á því að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið fari fram innan þriggja mánaða. „Okkar afstaða er sú að ekki er hægt að styðja ríkisstjórn sem er klofin í málinu. Þingið er klofið í málinu og að okkar mati einsýnt að það hljóti að þurfa skýran vilja þjóðarinnar til að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Því viljum við að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Vísi. Hann segir ennfremur að þar sem engin breið pólitísk samstaða sé um málið sé mikilvægt að þjóðin taki bindandi ákvörðun um þetta mikilvæga mál. Bjarni segir að Vinstri Grænir séu algjörlega klofnir í málinu og í raun hafi utanríkismálanefnd klofnað í fimm parta. Sjónarmið meirihlutans, það er að segja ríkisstjórnarflokkanna annars vegar og Vinstri Grænna innbyrðis hins vegar og síðan sjónarmið stjórnarandstöðuflokkanna þriggja. Tengdar fréttir Bjarni: Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að þjóðin muni ekki fá að eiga síðasta orðið um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli formannsins í umræðum á Alþingi í dag. Þar beindi hann fyrirspurn sinni til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hann vildi vita hvaða þýðingu möguleg aðildarumsókn hafi í ljósi þess að lagt verði fram á næstu dögum frumvarp um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni spurði auk þess hvort kæmi til álita að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla. 18. júní 2009 13:53 Allir stjórnarþingmenn samþykkja ESB-tillöguna Utanríkisnefnd er búinn að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn í ESB út úr nefndinni. Hart var tekist á í nefndinni út af tillögunni. 9. júlí 2009 10:22 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
„Ég á alveg eins von á því að málið verði lagt í hendur þjóðarinnar innnan þriggja mánaða," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi er hann var inntur eftir því hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB fari fram, ákveði þingið að samþykkja þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag, afgreiddi utanríkismálanefnd þingsályktunartillögu um aðildarumsókn í ESB út úr nefndinni. Hart var tekist á í nefndinni út af tillögunni en allir stjórnarþingmenn í utanríkismálanefnd greiddu atkvæði með henni, þrátt fyrir miklar efasemdir nefndarmanna Vinstri Grænna. Bjarni Benediktsson á jafnvel von á því að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið fari fram innan þriggja mánaða. „Okkar afstaða er sú að ekki er hægt að styðja ríkisstjórn sem er klofin í málinu. Þingið er klofið í málinu og að okkar mati einsýnt að það hljóti að þurfa skýran vilja þjóðarinnar til að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Því viljum við að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Vísi. Hann segir ennfremur að þar sem engin breið pólitísk samstaða sé um málið sé mikilvægt að þjóðin taki bindandi ákvörðun um þetta mikilvæga mál. Bjarni segir að Vinstri Grænir séu algjörlega klofnir í málinu og í raun hafi utanríkismálanefnd klofnað í fimm parta. Sjónarmið meirihlutans, það er að segja ríkisstjórnarflokkanna annars vegar og Vinstri Grænna innbyrðis hins vegar og síðan sjónarmið stjórnarandstöðuflokkanna þriggja.
Tengdar fréttir Bjarni: Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að þjóðin muni ekki fá að eiga síðasta orðið um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli formannsins í umræðum á Alþingi í dag. Þar beindi hann fyrirspurn sinni til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hann vildi vita hvaða þýðingu möguleg aðildarumsókn hafi í ljósi þess að lagt verði fram á næstu dögum frumvarp um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni spurði auk þess hvort kæmi til álita að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla. 18. júní 2009 13:53 Allir stjórnarþingmenn samþykkja ESB-tillöguna Utanríkisnefnd er búinn að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn í ESB út úr nefndinni. Hart var tekist á í nefndinni út af tillögunni. 9. júlí 2009 10:22 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Bjarni: Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að þjóðin muni ekki fá að eiga síðasta orðið um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli formannsins í umræðum á Alþingi í dag. Þar beindi hann fyrirspurn sinni til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hann vildi vita hvaða þýðingu möguleg aðildarumsókn hafi í ljósi þess að lagt verði fram á næstu dögum frumvarp um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni spurði auk þess hvort kæmi til álita að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla. 18. júní 2009 13:53
Allir stjórnarþingmenn samþykkja ESB-tillöguna Utanríkisnefnd er búinn að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn í ESB út úr nefndinni. Hart var tekist á í nefndinni út af tillögunni. 9. júlí 2009 10:22