Innlent

Hjólreiðamönnunum miðar vel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjólreiðamenn leggja af stað frá Mosfellsbæ. Mynd/ Jón Kristján Sigurðsson.
Hjólreiðamenn leggja af stað frá Mosfellsbæ. Mynd/ Jón Kristján Sigurðsson.
Hjólreiðamennirnir sem lögðu af stað í hjólreiðakeppni frá Mosfellsbæ til Akureyrar í morgun eru komnir vel á veg. Að sögn Hákons Hrafns Sigurðssonar, eins af skipuleggjendum keppninnar, er búist við að fyrstu hjólakapparnir komi til Akureyrar rúmlega sjö í kvöld. Tveir fyrstu hóparnir voru fyrir nokkrum mínútum í Varmahlíð í Skagafirði.

Hákon Hrafn segir að ef allt gengi að óskum myndu fremstu menn koma í mark við Olísstöðina í Tryggvabraut á Akureyri rúmlega sjö. Hjólreiðakeppni mannanna er liður í því að minnst er þess að eitt hundrað ár eru síðan frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. 26. Landsmót UMFÍ stendur yfir dagana 9.-12. júlí á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×