Fleiri fréttir

Íslendingar ættu að geta nýtt sér andstöðu Breta

Íslendingar ættu að geta nýtt sér andstöðu Breta við að fara með Icesave málið fyrir dómstóla til ná að hagstæðum samningum. Þetta kemur fram í áliti bresku lögfræðistofunnar Mishcon de Reyja í London sem unnin var fyrir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Bifhjól og bifreið í árekstri

Lítið bifhjól og bifreið lentu saman í Steinásnum í Garðabæ á ellefta tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður bifhjólsins fluttur á slysadeild en talið er að meiðsl hans séu óveruleg.

Vill afgreiða ESB umsókn út úr nefnd í dag

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vonast til þess að hægt verði að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu út úr nefndinni í dag. Málið er á dagskrá nefndarinnar klukkan 18 síðdegis.

Þolendur beri ekki einir byrðina

„Okkur hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi er kunnugt um þennan mikla fjölda kvenna sem búa við þessar hörmulegu aðstæður og staðfestir þessi rannsókn reynslu okkar," segir í tilkynningu sem Aflið samtök

Kynna tónlistarmyndir fyrir erlendum sjónvarpsstöðvum

Tónlistarmyndamarkaður er meðal þess sem verður á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, Reykjavík International Film Festival, í september. Á markaðnum, sem ber heitið Sound on Sight, kynna norrænir framleiðendur tónlistartengdar kvikmyndir fyrir kaupendum og dreifingaraðilum á því sviði.

Síldarsýking enn á ferð

Aftur finnst nú töluvert af sýktri síld í íslensku sumargotssíldinni, en sýkingarinnar varð fyrst vart í fyrrasumar og voru vonir bundnar við að hún gengi yfir í vetur.

Leitað að vélhjóli eftir ofsaakstur

Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að dökku mótorhjóli, svonefndu race-hjóli, og ökumanni þess sem vegfarendur um Reykjanesbraut sáu á ofsahraða síðdegis í gær.

Sjö teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði ungan mann á Hellisheiði í gærkvöldi eftir að bíll hans hafði mælst á 134 kílómetra hraða.

Segir Milestone ekki hafa verið kynnt tilefni leitar

Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, sem meðal annars á Sjóvá og Askar kapital, segir í tilkynningu, sem hann sendi frá félaginu í nótt, að Milestone hafi ekki enn verið kynnt tilefnið til húsleitanna sem sérstakur saksóknari lét gera á tíu stöðum í gær.

Jón Ólafsson krefur breska ríkið um tugmilljóna bætur

„Ég tók þá ákvörðun að það væri ekki lengur þess virði að sækja málið á Hannes Hólmstein. Ég er búinn að vinna málið fyrir dómstólum í Englandi sem klikka vegna tæknilegs atriðis. Eins er þríeykið Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson [fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins] og Hannes liggjandi menn. Maður sparkar ekki í liggjandi menn," segir Jón Ólafsson athafnamaður.

Ákærur eftir tvö til þrjú ár

Bankahrunið Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara hér á landi, segir ómögulegt að geta sér til um hve langan tíma rannsóknirnar í tengslum við bankahrunið í haust muni taka. Það fari eftir því hve mikil aðstoð fáist frá öðrum löndum og hve ítarlegar rannsóknirnar verði.

Tjá sig ekki um niðurfellingu

Talsmaður Björgólfsfeðga, Ásgeir Friðgeirsson, vill ekki tjá sig um hvort tilboð Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar um niðurfellingu á skuld þeirra við Nýja Kaupþing sýni að hinn síðarnefndi sé ekki borgunarmaður fyrir skuld sinni við Nýja Kaupþing.

Veit ekki hvað um er að ræða

„Það komu bara nokkrir menn frá sérstökum saksóknara og tjáðu okkur að í gangi væri rannsókn á Sjóvá og vildu fá að skoða þau gögn sem við höfum undir höndum og tengjast þeim fjárfestingum sem Sjóvá hefur farið út í," segir Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, þar sem húsleit var gerð í gær.

Bókhaldið rak á land eftir þrot

Mappa með bókhaldsgögnum frá útgerðarfélaginu Fossvík fannst sjóblaut í brimvarnargarðinum við Breiðdalsvík í fyrradag. Fossvík var úrskurðað gjaldþrota í apríl síðastliðnum. Þetta kom fram á vefsíðunni Austurglugginn.

Skylt að aka Sólheimafólkinu

Samgönguráðuneytið, sem fer með málefni sveitarfélaga, hefur ógilt ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um að synja þroskaheftum manni um ferðaþjónustu.

Neyðarkall sent úr Köldukvísl

Tvær erlendar konur sem eru hér á ferðalagi sendu í gær frá sér neyðarkall í gegnum svokallaða „spot“ neyðarþjónustu í Bandaríkjunum. Boðin komu frá Hágönguhrauni sunnan Köldukvíslar þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tvö í gær.

Nýtt kerfi afturför í öryggismálum á sjó

„Þetta er einfalt. Árið 2008 var fyrsta ár í Íslandssögunni þar sem ekkert banaslys varð á sjó í því kerfi sem hér hefur verið við lýði. Þetta er stór afturför í öryggis­málum sjómanna,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Nú hafa rúmlega 400 leyfi verið gefin út af Fiskistofu til strandveiða.

Harmar tortryggnina

Orkumál Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, fyrirtækisins sem hefur hug á að kaupa stóran hlut í HS Orku, harmar að deilur og tortryggni hafi sprottið upp á Íslandi vegna fyrirhugaðra viðskipta.

Starfsmennirnir kvarta ekki

Starfsmenn Alþingis hafa ekki getað fengið sumarleyfi jafnauðveldlega og áður vegna sumarþingsins. „Einhverjir voru vissulega búnir að skipuleggja sín frí og þurfa að breyta því en við reynum að leysa það,“ segir Karl M. Kristjánsson, rekstrarstjóri Alþingis.

Átta ára dreng með hjól gert að yfirgefa strætó í Hamraborg

Bræðrum úr Hafnarfirði, fimmtán og átta ára, var gert að yfirgefa strætisvagn í Hamraborg í Kópavogi þegar þeir voru á leið heim til sín í Setbergið í Hafnarfirði seinni partinn í dag. Ástæða þess er sú að drengirnir voru með hjól í strætisvagninum farið var að þrengja að farþegum. Móðir drengjanna er verulega ósátt við að átta ára barn sé ekki öruggt um að komast á leiðarenda með strætisvagni hafi það hjól meðferðis. Bræðurnir hjóluðu heim úr Hamraborg.

Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar

Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu.

Stefnt á þinghlé í næstu viku

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vonast til að hægt verði að gera hlé á þingstöfum eftir helgi. Hún segir þó ekki geta nefnd nákvæma dagsetnngu í þeim efnum.

Launin duga ekki fyrir vöxtunum af gjaldföllnum lánum

Rúmlega eitt þúsund fleiri fjárnámsbeiðnir hafa verið skráðar hjá sýslumannsembætti Reykjavíkur á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Maður sem er kominn á svartan lista hjá fjármálafyrirtækjum eftir árangurslaust fjárnám, segir að laun hans dugi ekki einu sinni fyrir vöxtunum af gjaldföllnum lánum.

Óraunhæft að klára þingið í næstu viku

„Mér finnst fullkomlega óraunhæft að þingið klárist í næstu viku miðað við þau stórmál sem þingið hefur nú til meðferðar, sérstaklega Icesave og umsóknina um ESB," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún stefndi á að ljúka þingi í næstu viku.

Þreifingar um sameiningar háskóla

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir óformlegar þreifingar vera á milli rektora íslensku háskólanna í kjölfar skýrslu alþjóðlegra sérfræðinga sem birtist í maí. Í henni var meðal annars lagt til að háskólar landsins yrðu sameinaðir og fækkað þannig í tvo, einn einkarekinn og einn ríkisrekinn.

Verðlaunaverkefni Íslendings léttir hjartveikum lífið

Lokaverkefni Önundar Jónassonar, 28 ára véltæknifræðings úr Ingeniorhojskolen í Árósum, mun vonandi létta fjölda hjartveikra lífið. Hann þróaði ásamt dönskum samnemanda sínum nýja gerð mítralhrings, sem kemur verulega að gagni þegar hjartavefur deyr og skipta þarf um hluta hjartans.

Vinnuvél festist undir Höfðabakkabrú

Tafir eru á umferð á Vesturlandsvegi til austurs undir Höfðabakkabrú. Þar er nú föst vinnuvél undir brúnni og gert er ráð fyrir að tafir á umferð verði á meðan unnið er að því að ná vinnuvélinni undan brúnni enda eru ekki allar akreinar opnar. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgæslu og tillitsemi á meðan þessu stendur.

Týndi hundinum sínum í kerfinu

Marvin Michelsen, tvítugur Reykvíkingur, hefur undanfarinn mánuð gert mikla leit að hundinum sínum, Mjölni. Ótrúleg atburðarás varð til þess að Mjölnir endaði í höndunum á nýjum eigendum sem Marvin veit ekki hverjir eru.

Starfsgreinasambandið og Launanefndin skrifa undir

Í kvöld var skrifað undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins fyrir hönr aðildarfélagan. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu var megináhersla lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum.

Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum

Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur.

Leitað á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins

Einn af þeim fjölmörgu stöðum sem starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit á í dag er á starfsstöð Þórs Sigfússonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, á skrifstofu samtakanna, en Þór hefur haft þar starfsaðstöðu í nokkrar undanfarnar vikur.

Fundur fjárlaganefndar og InDefence gekk vel

Fjárlaganefnd og fulltrúar InDefence hópsins funduðu í morgun um frumvarp vegna ríkisábyrgðar á Icesave. Gekk fundurinn vel að sögn Helga Áss Grétarssonar, eins forgöngumanna InDefence. Ásamt Helga sátu fundinn þeir Eiríkur Svavarsson, lögmaður, og Sigurður Hannesson, doktor í stærðfræði. Fundurinn stóð í einn og hálfan tíma.

Neytendasamtökin gagnrýna siðlausa markaðssetningu bankanna

Neytendasamtökin gagnrýna harðlega siðlausa markaðssetningu bankanna í góðærinu þar sem námsmenn voru jafnvel hvattir til að kaupa gallabuxur upp á krít. Þau segja umburðarlyndið sem Íslendingar sýndu bönkunum óskiljanlegt.

Meira en 10500 fjárnámsbeiðnir í Reykjavík

Rúmlega tíu þúsund og fimm hundruð fjárnámsbeiðnir hafa verið skráðar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík það sem af er þessu ári - eða þúsund fleiri beiðnir miðað við sama tíma í fyrra.

Á batavegi eftir bílslys

Átta ára drengur sem varð fyrir bíl á Reykjanesbraut við Ásvelli um þrjúleytið í gær er enn sofandi í öndunarvél. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans segist þó telja að hann sé á batavegi. Líðan mannsins sem slasaðist þegar Cessna flugvél hrapaði fyrir helgi er óbreytt og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.

NATÓ notar Eurovisionframlag Íslendinga

Eurovisionframlag Íslendinga þetta árið, Is it True, í flutningi Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur hljómar undir í kynningarmyndbandi á heimasíðu Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, um áhrif fjármálakreppunnar á öryggismál. Fullyrt er að Íslendingar hafi ekki kært sig um að vinna keppnina í þetta sinn.

Orð stendur gegn orði um málaferli Hollendinga

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafnar því alfarið að hafa farið með rangt mál þegar að hann skýrði frá því í gær að á fundi fjárlaganefndar Alþingis hefðu verið ræddar upplýsingar um að hollensk stjórnvöld myndu styðja við málaferli hollenskra innistæðueigenda.

Fjármál frambjóðenda skoðuð aftur til 2006

Stjórnmálaflokkarnir munu á næstunni ganga frá samkomulagi sem felur í sér að þeir safni saman upplýsingum um fjármál frambjóðenda sinna aftur til ársins 2006. Samkvæmt heimildum fréttastofu felur samkomulagið jafnframt í sér að gerð verði úttekt á fjármálum flokkanna fyrir árin 2002 til 2007.

Lögreglan: Þjónustuskerðing vegna niðurskurðar

Snorri Magnússon, formaður Landssambands Lögreglumanna, segir þjónustuskerðingu blasa við hjá lögreglu nái útgjaldalækkun ríkisstjórnarinnar til löggæslumála fram að ganga. Snorri var gestur í Reykjavík síðdegis í gær.

Sjá næstu 50 fréttir