Innlent

Ítreka nauðsyn sjóvarnargarðs

Vík í Mýrdal Sjórinn brýtur jafnt og þétt niður fjöruna við Vík.Fréttablaðið/valli
Vík í Mýrdal Sjórinn brýtur jafnt og þétt niður fjöruna við Vík.Fréttablaðið/valli

Landbrot er orðið umtalsvert meira og fjörulína komin inn fyrir viðmiðunarmörk sem marka áttu upphaf framkvæmda við nýjan sjóvarnargarð við Vík, segir sveitarstjórn Mýrdalshrepps.

„Landbrot getur því farið að ógna mannvirkjum og byggð verði ekki brugðist við hið fyrsta,“ segir sveitarstjórnin sem krefst þess að samgönguráðherra tryggi fjármagn í framkvæmdina. Í bréfi frá Siglingastofnun frá því í maí kemur fram að þess sé vænst að ríkið veiti ekki fjármagn í gerð sjóvarnargarðs vestan Víkur fyrr en á næsta ári.

Heildarkostnaður við garðinn sé áætlaður um 230 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×