Innlent

Hafa beðið síðan þrjú í nótt eftir miða á Þjóðhátíð

Örtröð er nú við afgreiðslu Flytjanda við Klettagarða í Sundahöfn í Reykjavík þar sem hátt í þrjú hundruð unglingar hafa verið að safnast saman í nótt til að tryggja sér síðustu miðana í Herjólf til Vestmannaeyja um þjóðhátíðina. Miðarnir eru seldir þar og byrjuðu unglingar að safnast þar saman um klukkan þrjú í nótt. Sumir eru með tjaldstóla, teppi og nesti, en sala miðanna átti að hefjast núna klukkan átta.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×