SPRON hunsar álit réttarfars-nefndarinnar 9. júlí 2009 04:45 Hlynur Jónsson Slitastjórn SPRON er heimilt að greiða ógreidd laun rúmlega 100 starfsmanna SPRON á uppsagnarfresti, samkvæmt áliti réttarfarsnefndar. Ekki sé lagabreytinga þörf, eins og slitastjórnin telur. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir álit réttarfarsnefndar hljóta að vega þungt og vonar að það dugi til þess að slitastjórnin greiði út launin. „Slitastjórnin verður að færa fram rök ef þeir ætla að hafna þessu," segir Gylfi. „Þetta rennir stoðum undir það sem allir vissu, að þetta er kolröng túlkun hjá slitastjórninni," segir Ólafur Már Svavarsson, fyrrum starfsmaður SPRON. „Slitastjórn er ekki stætt á öðru en að una þessari niðurstöðu." Ef ákvörðun slitastjórnar verður að greiða ekki launin án lagabreytinga munu starfsmenn kanna sína möguleika. „Mönnum hefur dottið í hug að kanna hvort hægt sé að leggja fram vantrauststillögu á slitastjórnina," segir Ólafur. Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnar SPRON, segir afstöðu stjórnarinnar óbreytta. Breyta þurfi lögum til að hægt sé að greiða út launin. Það sé undir stjórnvöldum komið. Í áliti réttarfarsnefndar er vísað til gjaldþrotaskiptalaga. Þar segir að ef skiptum er ólokið skuli greiða kröfur sem hlotið hafa viðurkenningu. Hins vegar er kröfulýsingar-fresti ólokið hjá SPRON, sem er skilyrði samkvæmt lögunum, að sögn Hlyns. Gert er ráð fyrir að sá frestur verði um sex mánuðir hjá SPRON. Því er í fyrsta lagi hægt að beita þessari lagagrein eftir sex mánuði, að sögn Hlyns. Í lögum um fjármálafyrirtæki er mælt fyrir um að slitastjórn sé heimilt að greiða kröfur að loknum fyrsta kröfuhafafundi. Sá fundur hefur hins vegar ekki átt sér stað hjá SPRON, að sögn Hlyns. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, segir álit réttar-farsnefndar staðfesta álit sitt að lagabreyting sé ekki nauðsynleg. En eru slitastjórnin og stjórnvöld ekki að senda boltann á milli sín? „Boltinn hefur verið hjá slitastjórninni allan tímann. Mér finnst að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu og vona að menn átti sig á því að það eru lagaheimildir fyrir þessu," segir Álfheiður. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Slitastjórn SPRON er heimilt að greiða ógreidd laun rúmlega 100 starfsmanna SPRON á uppsagnarfresti, samkvæmt áliti réttarfarsnefndar. Ekki sé lagabreytinga þörf, eins og slitastjórnin telur. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir álit réttarfarsnefndar hljóta að vega þungt og vonar að það dugi til þess að slitastjórnin greiði út launin. „Slitastjórnin verður að færa fram rök ef þeir ætla að hafna þessu," segir Gylfi. „Þetta rennir stoðum undir það sem allir vissu, að þetta er kolröng túlkun hjá slitastjórninni," segir Ólafur Már Svavarsson, fyrrum starfsmaður SPRON. „Slitastjórn er ekki stætt á öðru en að una þessari niðurstöðu." Ef ákvörðun slitastjórnar verður að greiða ekki launin án lagabreytinga munu starfsmenn kanna sína möguleika. „Mönnum hefur dottið í hug að kanna hvort hægt sé að leggja fram vantrauststillögu á slitastjórnina," segir Ólafur. Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnar SPRON, segir afstöðu stjórnarinnar óbreytta. Breyta þurfi lögum til að hægt sé að greiða út launin. Það sé undir stjórnvöldum komið. Í áliti réttarfarsnefndar er vísað til gjaldþrotaskiptalaga. Þar segir að ef skiptum er ólokið skuli greiða kröfur sem hlotið hafa viðurkenningu. Hins vegar er kröfulýsingar-fresti ólokið hjá SPRON, sem er skilyrði samkvæmt lögunum, að sögn Hlyns. Gert er ráð fyrir að sá frestur verði um sex mánuðir hjá SPRON. Því er í fyrsta lagi hægt að beita þessari lagagrein eftir sex mánuði, að sögn Hlyns. Í lögum um fjármálafyrirtæki er mælt fyrir um að slitastjórn sé heimilt að greiða kröfur að loknum fyrsta kröfuhafafundi. Sá fundur hefur hins vegar ekki átt sér stað hjá SPRON, að sögn Hlyns. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, segir álit réttar-farsnefndar staðfesta álit sitt að lagabreyting sé ekki nauðsynleg. En eru slitastjórnin og stjórnvöld ekki að senda boltann á milli sín? „Boltinn hefur verið hjá slitastjórninni allan tímann. Mér finnst að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu og vona að menn átti sig á því að það eru lagaheimildir fyrir þessu," segir Álfheiður.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira