Innlent

Krafðist afsökunarbeiðni af utanríkisráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafðist þess á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra bæðist afsökunar á því að þingmönnum hafi ekki verið birt álit bresku lögfræðistofunnar Michon de Reyja þar sem meðal annars kemur fram að ábyrgð Íslendinga í Icesave málinu er ekki ótvíræð.

„Ég tek undir með Bjarna Benediktssyni að þetta skjal hefði átt að vera í þeim gagnapakka sem var lagður fyrir þingið," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann teldi það ekkert sér ofvaxið að biðja þingið forláts á því að gögnin hefðu ekki verið opinberuð. Hann bætti því hins vegar við að hann teldi að þau rök sem kæmu fram í álitinu hefðu komið áður fram með sterkari hætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×