Innlent

Ferðamönnum fækkar - nema frá Evrusvæðinu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ferðamenn við Leifsstöð.
Ferðamenn við Leifsstöð. Mynd/GVA
Erlendum gestum um Leifsstöð í júní fækkaði um fimmtánhundruð manns milli ára. Síðastliðinn júní voru þeir um 54 þúsund talsins, um þremur prósentum færri en á sama tíma í fyrra.

Þrátt fyrir það hefur gestum frá Evrulöndunum í Suður- og Mið Evrópu fjölgað talsvert, eða um fjórðung milli ára. Munar þar mest um fjölgun þýskra og hollenskra ferðamanna.

Heimsóknum frá Norðurlöndunum hefur hins vegar fækkað nokkuð, Breskum ferðamönnum fækkar um tæp tuttugu prósent og brottförum gesta frá öðrum löndum löndum Evrópu og fjarmörkuðum fækkar um svipað hlutfall. Fjöldinn frá Norður Ameríku stendur í stað.

Frá áramótum hafa 179 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða þremur prósentum færri en árinu áður en þá voru þeir um 184 þúsund. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottförum Íslendinga, voru tæplega 228 þúsund árið 2008 en 125 þúsund í ár.

Talning er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þar með talið brottfarir erlends vinnuafls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×