Innlent

Prammi með mjölgeymana siglir af stað síðdegis

Prammi með mjölgeymana verður dreginn út úr Reykjavíkurhöfn upp úr klukkan fjögur. Mynd/www.hedinn.is
Prammi með mjölgeymana verður dreginn út úr Reykjavíkurhöfn upp úr klukkan fjögur. Mynd/www.hedinn.is
Stefnt er því að prammi, sem flytur tíu risastóra mjölgeyma, verði dreginn út úr Reykjavíkurhöfn upp úr klukkan fjögur. Siglingin verður án efa tilkomumikil sjón enda farmurinn á óvenju háreistur eða á við átta hæða hús.

Förinni er heitið austur á Vopnafjörð þar sem endurreisa á geymana við fiskimjölsverkssmiðju HB Granda. Norskur dráttarbátur dregur prammann en því hefur verið haldið opnu hvort siglt verði með suðurströndinni eða norður fyrir. Nú þykir líklegra að suðurleiðin verði valin þar sem sjólagsspá er hagstæðari sunnan við landið.

Siglt verður á fimm til sjö sjómílna hraða og er áætlað að siglingin til Vopnafjarðar taki tvo sólarhringa.


Tengdar fréttir

Mjölgeymar HB Granda teknir niður

Byrjað er að taka niður stóru mjölgeymana við fiskiðjuver HB Granda, sem sett hafa svip á Reykjavíkurhöfn um áratuga skeið. Þeir verða fluttir sjóleiðina til Vopnafjarðar og reistir þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×