Innlent

Þarf meira til að lögleiða fíkniefni

Dómsmálaráðherra er ekki á þeim buxunum að lögleiða kannabisefni. Hún segir að fólk fari ekki í fangelsi fyrir neysluna eina og því myndi lögleiðing ekki leysa úr plássleysi fangelsa. 
 fréttablaðið/pjetur
Dómsmálaráðherra er ekki á þeim buxunum að lögleiða kannabisefni. Hún segir að fólk fari ekki í fangelsi fyrir neysluna eina og því myndi lögleiðing ekki leysa úr plássleysi fangelsa. fréttablaðið/pjetur

Dómsmálaráðherra segir það ekki næga ástæðu til að endurskoða stefnu ríkisins gagnvart kannabisefnum að landlæknir og prófessor í afbrotafræði hafi varað við „fíkniefnastríðinu", og virðist telja núverandi stefnu komna í ákveðna blindgötu.

„Ég er ekki að vinna að því að lögleiða fíkniefni. Það þarf eitthvað meira að koma til en þetta, svo ég byrji á því," segir hún.

Í nýútgefnu bréfi landlæknis bendir hann á kannanir sem segi að kannabisefni séu minna ávanabindandi en tóbak og áfengi.

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði, hefur í viðtali við Fréttablaðið bent á góða reynslu frá löndum sem hafa „afglæpað" kannabisefni.

Hann telur ríkjandi bannstefnu geta klofið samfélagið, enda þurfi kannabisneytendur að versla við - og gerast um leið - glæpamenn.

„Ég stend landlækni ekki á sporði með læknisfræðimenntun, en ég verð bara að segja það að það eru vísbendingar í öðrum löndum um að þetta snúist ekki bara um neysluna, heldur allt sem fylgir henni.

Lönd sem hafa lögleitt þetta hafa ekki losnað við öll vandamál sem fylgja þessum efnum," segir Ragna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×