Innlent

Lenti í sjálfheldu við Ingólfsfjall

Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi komu í gær ungri konu til hjálpar, þar sem hún hafði lent í sjálfheldu í klettabelti í hlíðum Ingólfsfjalls, fyrir norðan Selfoss. Þegar svo var komið fyrir henni hringdi hún eftir hjálp og tók það björgunarmenn um það bil tvær klukkustundir að komast að henni. Ekkert amaði að konunni, sem er vön fjallgöngum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×