Innlent

Ágreiningur milli stjórnarliða

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir gerði ýmsar athugasemdir sem töfðu framgang málsins. Mynd/ Pjetur.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir gerði ýmsar athugasemdir sem töfðu framgang málsins. Mynd/ Pjetur.
Ágreiningur á milli stjórnarliða í utanríkismálanefnd Alþingis varð til þess að ekki náðist samstaða um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á fundi nefndarinnar, sem stóð fram á kvöld í gær.

Meðal annars gerði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ýmsar athugasemdir, sem töfðu framgang málsins. Þegar svo var komið var ákveðið að fresta fundinum þar til í dag, og á hann að hefjast klukkan hálf níu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni höfðu búist við að afgreiða málið úr nefnd í gærkvöldi svo hægt yrði að útbýta skjölum fyrir þingfund, sem á að hefjast klukkan hálf ellefu, en önnur umræða um málið er þar á dagskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×