Fleiri fréttir Arnarnesræningjarnir dæmdir Tveir menn, þeir Kristján Víðir Kristjánsson og Hlynur Ingi Bragason, voru í dag dæmdir í fangelsi fyrir að ráðast inn á eldri hjón á Arnarnesi í apríl, svipta þau frelsi og ræna þau. Laufey Jóhanna Sigurpálsdóttir var einnig dæmd fyrir aðkomu sína að ráninu, auk stúlku sem er barnabarn hjónanna. 2.7.2009 16:08 Ögmundur: Afstaða mín ræðst af framvindu málsins í þinginu „Ég ætla að láta mína afstöðu ráðast á framvindu málsins í þinginu," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í umræðum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Hann sagði að þjóðin verði með siðferðislega timburmenn í 300 ár ef Íslendingum tekst ekki að leiða hið sanna og rétt í ljós og finna peninga sem skotið var undan. Ögmundur hefur áður, líkt og nokkrir þingmenn Vinstri grænna, lýst yfir efasemdum með samkomulagið. 2.7.2009 15:38 Borgin styrkir skógræktarverkefni til að veita ungmennum störf Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, um að úthluta 15 milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands í Heiðmörk og Esjuhlíðum. 2.7.2009 16:50 Össur hjálpar fórnarlömbum jarðskjálfta Össur hf. hefur skrifað undir samning við kínversku góðgerðarsamtökin Stand Tall og mun sjá fórnarlömbum Sichuan-jarðskjálftans, sem skók Kína fyrir rúmu ári, fyrir stoðtækjum. Samningurinn var undirritaður að viðstöddum sendiherra Íslands í Kína, að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri. 2.7.2009 14:59 Mikilvægt skref til að tryggja rekstur Egilshallar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag þjónustu- og afnotasamning við nýja Landsbankann um Egilshöll í Grafarvogi. Í samningnum er gert ráð fyrir að til vors 2010 muni íþróttaaðstaðan í Egilshöll verða nýtt meira en verið hefur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir þetta mikilvægt skref í átt að því að tryggja rekstur Egilshallar. 2.7.2009 14:44 Þjófar sækja í reiðhjól Talsvert hefur borið á því að reiðhjólum sé stolið á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana, að sögn lögreglu. Þrjár slíkar tilkynningar bárust í gær og fimm í fyrradag. 2.7.2009 14:35 Sigmundur Davíð: Íslenska þjóðin eins og kúguð fjölskylda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi sem fyrr Icesave samninginn harðlega í þinginu í dag. 2.7.2009 14:31 Samningurinn samþykktur í bæjarráði Reykjanesbæjar Samningur Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um kaup og sölu á hlutum í HS Orku og HS Veitu var samþykktur af meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarráði Reykjanesbæjar í morgun. Samningurinn verður innan skamms lagður fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. 2.7.2009 14:19 Dæmi um að menn fari yfir 800 kg í strandveiðunum Fiskistofa hefur séð ástæðu til þess að árétta það að þeim sem stunda strandveiðar er eingöngu heimilt að draga 800 kg af óslægðum kvótabundnum afla í hverri veiðiferð. Nokkur brögð hafa verið að því að menn séu að koma að landi með umframafla sem nemur tugum kílóa. 2.7.2009 14:13 Handtekinn heima hjá sér með fíkniefni og afsagaða haglabyssu Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á heimili sínu sínu í Vogahverfi í Reykjavík í morgun en við húsleit fundust fíkniefni og afsöguð haglabyssa. Um var að ræða 40 grömm af marijúana, amfetamín í neysluskömmtum og 30 kannabisplöntur. 2.7.2009 14:01 Ráðherrar seinir í seinni hluta Icesave umræðna Þegar umræður um ríkisábyrgð á Icesave hófust eftir fundarhlé klukkan 13:30 voru hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra viðstaddur. Kvað hver stjórnarandstæðingurinn sér hljóðs á fætur öðrum og krafðist þess að ráðherrarnir sýndu umræðunni þá lágmarksvirðingu að vera viðstaddir hana. 2.7.2009 13:43 Starfshópur um endurskoðað fiskveiðistjórnunarkerfi skipaður Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur með vísan til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skipað starfshóp til þess að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. 2.7.2009 13:29 Klefadjamm á Litla-hrauni Fangi á Litla-hrauni var í dag dæmdur til 60 þúsund króna sektar fyrir vörslu fíkniefna í klefa sínum. Hann var gripin með e-pilluduft í hendi sér, en neitaði þó að eiga efnið. 2.7.2009 13:24 Össur: Sjálfstæðismenn eru skræfur „Sjálfstæðismenn eru slíkar skræfur að þeir þola ekki að aðkoma þeirra að málinu sé rifjuð upp,“ sagði utanríkisráðherra í umræðum um ríkisábyrgð vegna Ícesave-samkomulagið á Alþingi í dag. Rök ráðherrans í málinu er samfelldur brandari, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. 2.7.2009 13:20 Orra dæmd 300 þúsund frá 365-miðlum Orra Haukssyni voru dæmdar 300 þúsund króna skaðabætur frá 365-miðlum ehf. í héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna ummæla sem birtust um hann í DV þann 29. september 2006. DV var þá í eigu 365-miðla. Auk þess voru ummæli um einkalíf Orra dæmd dauð og ómerk. 2.7.2009 12:22 Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2.7.2009 12:13 Málningu slett á hús Hannesar og Björgólfs Rauðri málningu var slett á heimili þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Hannesar Smárasonar í nótt eða í morgun. Heimili þeirra eru við Vesturbrún annars vegar og Fjölnisveg hinsvegar. Þegar myndatökumann fréttastofu bar að garði var verið að þrífa málninguna af húsunum. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir standi á bakvið sletturnar og er málið því í rannsókn. 2.7.2009 12:03 Steingrímur: Samkomulagið hluti af herkostnaðinum „Þetta er hluti af herkostnaðinum sem við sitjum uppi með," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði skítt að Íslendingar sitji uppi með afleiðingar andvaraleysis stjórnvalda undanfarinna ára. Þá fullyrti Steingrímur að milljarðarnir sem fengust fyrir Landsbankann þegar hann var einkavæddur á sínum tími hafi verið þeir dýrustu í sögu Íslands. 2.7.2009 11:49 Vildu fresta umræðu um Icesave Pétur H. Blöndal og Birgir Ármansson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fóru fram á það við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í dag að öllum umræðum um Icesave-samkomulagið yrði fram frestað fram yfir helgi. Hún varð ekki við þeirri bón. 2.7.2009 11:37 Ráðherra hugnast þjóðaratkvæði um Icesave Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segist vel geta sætt sig við að kosið verði um Icesave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu. 2.7.2009 11:07 Höldum okkur á hægri um helgina Mikil umferðarteppa skapaðist á Suðurlandsvegi um síðustu helgi, sem leiddi til þess að langar bílaraðir mynduðust. Teppan skapaðist helst þar sem tvær akreinar verða að einni við lok 2+1 kaflans á veginum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu. 2.7.2009 10:55 Breytingar í utanríkisráðuneytinu Skrifstofa upplýsingamála var sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu þann 8. júní í kjölfar skipulagsbreytinga. Kristín A. Árnadóttir, sem áður stýrði sameinaðri skrifstofu utanríkisráðherra og -ráðuneytisstjóra, hefur nú verið færð til í starfi og stýrir hinni nýju skrifstofu. Engin tilkynning var gefin út af hálfu ráðuneytisins um þessar skipulagsbreytingar. 2.7.2009 10:45 Ákvörðun peningastefnunefndar mikil vonbrigði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%, og greint var frá í dag, vera mikil vonbrigði. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun. 2.7.2009 10:34 Bilun hjá Seðlabanka og Kauphöll Bilun varð í ytri vef Seðlabankans í nótt og lá hann niðri þar til í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuaðila vefsins, EJS, er þó búið að lagfæra bilunina. 2.7.2009 09:34 Icesave á dagskrá þingsins í dag Alþingi kemur til með að taka fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innistæðueigenda á þingfundi klukkan 10:30 í dag. Fer þar fram umræða um það hvort þingið „samþykki" Icesave samninginn. 2.7.2009 09:14 Brennið þið kamrar Slökkviliðið þurfti að sinna útköllum vegna skemmdarverka í nótt en eldur var borinn að ferðakömrum við Fellaskóla. Kamrarnir eru úr plasti og myndaðist mikill reykur í brunanum og var mikið hringt í Neyðarlínuna vegna þess. 2.7.2009 07:10 Innbrot í bíla og skóla Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og margt fólk á ferðinni eins og varðstjóri orðar það. Nokkuð var um innbrot en brotist var inn í tvo bíla auk þess sem þjófar brutu sér leið inn í Breiðholtsskóla. 2.7.2009 07:06 Ólafur Stefánsson stofnar barnaskóla „Draumurinn er að byrja í haust,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir sem ásamt Ólafi Stefánssyni handboltamanni, Þorvaldi Þorsteinssyni listamanni og Jennýju Guðrúnu Jónsdóttur kennara ætlar að stofna nýjan grunnskóla í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. 2.7.2009 06:00 Mannekla heyrir sögunni til Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gerði nýverið skyndikönnun varðandi manneklu í hjúkrun og kom í ljós að um 99,98 prósent stöðugilda hjúkrunarfræðinga eru nú setin. Svör komu frá hjúkrunarstjórnendum 50 stofnana, sem ráða yfir um 65 prósentum stöðugilda hjúkrunarfræðinga í landinu, eða rúmum 1.645 stöðugildum. Sambærileg könnun árið 2007 sýndi allt aðra mynd og var mannekla þá veruleg. 2.7.2009 05:45 Kostnaður falli á þrotabúin Verið er að kanna hvort hægt verði að fella kostnað við skilanefndir fjármálafyrirtækja á þrotabúin, í stað þess að hluti kostnaðarins falli á Fjármálaeftirlitið (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri eftirlitsins. 2.7.2009 05:15 Þurfti stífkrampasprautu og penisilín Tveir kettir réðust á Jóngeir Þórisson, eiganda skiltagerðarinnar Pamfíls, þegar hann var á gangi með smáhundinn sinn, fimm mánaða gamla hvolpinn Polla, við Hjallaveg fyrir ofan Kleppsveg um kvöldmatarleytið á þriðjudaginn í síðustu viku. 2.7.2009 05:15 Villa fella ályktun ríkisstjórnar „Við erum að glíma við gríðarstór verkefni, endurreisn fjármálakerfisins, skuldir heimila og fyrirtækja og þar fram eftir götunum, og það er mín skoðun að aðildarumsókn að Evrópusambandinu tengist ekki þeirri vegferð,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna. Í þinginu í gær hvatti Ásmundur til þess að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði felld. 2.7.2009 05:15 Ferðuðust með ljósmyndir Íslandsdeild Amnesty International mótmælti í gær hjá nokkrum starfsstöðvum Shell í borginni í tilefni nýútkominnar skýrslu samtakanna. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður rannsóknar á áhrifum olíuvinnslu á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu á mannréttindi íbúa svæðisins. 2.7.2009 05:15 115 milljarðar hvíla á bílum í erlendri mynt Efnahagsmál Íslendingar skulda 115 milljarða króna í erlend bílalán. Ríflega fjörutíu þúsund manns eru með bílalán í erlendri mynt, að hluta eða að fullu. Gera má ráð fyrir að um 4.400 manns séu í vandræðum með greiðslubyrði af bílalánum sínum, ef marka má orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á Alþingi í gær. 2.7.2009 05:00 Kannast ekki við áhuga á Vaðlaheiði Kristján Möller samgönguráðherra segir það einfaldlega rangt að búið sé að forgangsraða samgöngumannvirkjum þannig að Vaðlaheiðargöng verði efst í forgangsröðinni. 2.7.2009 04:30 Stjórnarflokkar tapa miklu fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju samtals aðeins 43 prósent atkvæða væri kosið til alþingiskosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn með 28 prósenta fylgi miðað við 24 prósent í kosningunum í apríl. Samfylkingin tapar 5 prósentustigum og fengi 25 prósent atkvæða. Vinstri grænir tapa sömuleiðis og mælast með 18 prósent miðað við 22 prósent í kosningunum. 2.7.2009 04:30 Maður myrtur við Kristjaníu Maður af írönskum uppruna var skotinn til bana í bíl sínum við Kristjaníusvæðið í Kaupmannahöfn í gærdag. Ekki er vitað hvort morðið tengist hörðum átökum innflytjendaklíka og Vítisengla, sem staðið hafa yfir síðan í ágúst á síðasta ári. 2.7.2009 04:30 Gjaldþrot standa oft yfir áratugum saman Eigendur fyrirtækja sem verða gjaldþrota hafa þann möguleika að stofna nýtt fyrirtæki á rústum þess gamla með nýrri kennitölu. Einstaklingar geta það trauðla og kunna að eiga í gjaldþroti svo áratugum skiptir. 2.7.2009 04:15 Herjólfur telst ekki þjóðvegur Eimskip má innheimta gjald af ferjusiglingum með Herjólfi, enda telst Herjólfur ekki þjóðvegur. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis, en kvartað hafði verið til hans vegna gjaldtökunnar í ferjuna og nýlegrar hækkun á gjaldskránni. 2.7.2009 04:00 Framsókn situr enn í því græna Framsóknarflokkurinn fundar enn í græna herberginu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt að láta það eftir þingflokki VG í ljósi kosningaúrslita. VG þarf stærra herbergi en þingflokkur Framsóknar hefur minnkað nokkuð. Fram kom í fjölmiðlum í maí að Framsókn vildi ekki víkja úr herberginu og mun þetta vera tilfinningamál fyrir flokkinn, sem hefur verið í herberginu í áratugi. 2.7.2009 03:30 Verið 22 daga erlendis á árinu Forseti Íslands hefur alls verið 22 daga erlendis fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tímabili á síðasta ári var forsetinn tvöfalt fleiri daga erlendis, og nærri þrefalt fleiri á sama tímabili árið 2007. 2.7.2009 03:30 Fleiri slasast alvarlega í umferðinni Alvarlega slösuðum í umferðarslysum hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum. Þannig slösuðust 200 alvarlega í umferðinni í fyrra en aðeins 115 árið 2004. Hins vegar hefur látnum fækkað til muna og létust tólf á síðasta ári samanborið við 31 á árinu 2006. Þetta kemur fram í skýrslu um umferðaröryggisáætlun stjórnvalda árið 2008 sem var kynnt á blaðamannafundi á þriðjudag. Eitt af markmiðum áætlunarinnar er að látnum og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um fimm prósent á ári. Það hefur ekki tekist. 2.7.2009 03:00 Hringur hlaupinn í nafni friðar Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setti Friðarhlaupið á Íslandi í Laugardal í gærmorgun. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup en tilgangur þess er að efla frið, vináttu og skilning. 2.7.2009 02:45 Tollar á landbúnaðarvörur lækki Landbúnaðarráðuneytið hefur nú auglýst innflutningskvóta á landbúnaðarvörur eftir að Samtök verslunar og þjónustu mótmæltu ákvörðun ráðuneytisins frá 19. júní um að auglýsa ekki kvótana til umsóknar. 2.7.2009 02:30 Sautján ára ferli í Kína Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir ættleiðingum hér hafa fækkað meira en í nágrannalöndunum. Úrræði séu fjölbreyttari ytra. 2.7.2009 02:30 Sjá næstu 50 fréttir
Arnarnesræningjarnir dæmdir Tveir menn, þeir Kristján Víðir Kristjánsson og Hlynur Ingi Bragason, voru í dag dæmdir í fangelsi fyrir að ráðast inn á eldri hjón á Arnarnesi í apríl, svipta þau frelsi og ræna þau. Laufey Jóhanna Sigurpálsdóttir var einnig dæmd fyrir aðkomu sína að ráninu, auk stúlku sem er barnabarn hjónanna. 2.7.2009 16:08
Ögmundur: Afstaða mín ræðst af framvindu málsins í þinginu „Ég ætla að láta mína afstöðu ráðast á framvindu málsins í þinginu," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í umræðum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Hann sagði að þjóðin verði með siðferðislega timburmenn í 300 ár ef Íslendingum tekst ekki að leiða hið sanna og rétt í ljós og finna peninga sem skotið var undan. Ögmundur hefur áður, líkt og nokkrir þingmenn Vinstri grænna, lýst yfir efasemdum með samkomulagið. 2.7.2009 15:38
Borgin styrkir skógræktarverkefni til að veita ungmennum störf Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, um að úthluta 15 milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands í Heiðmörk og Esjuhlíðum. 2.7.2009 16:50
Össur hjálpar fórnarlömbum jarðskjálfta Össur hf. hefur skrifað undir samning við kínversku góðgerðarsamtökin Stand Tall og mun sjá fórnarlömbum Sichuan-jarðskjálftans, sem skók Kína fyrir rúmu ári, fyrir stoðtækjum. Samningurinn var undirritaður að viðstöddum sendiherra Íslands í Kína, að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri. 2.7.2009 14:59
Mikilvægt skref til að tryggja rekstur Egilshallar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag þjónustu- og afnotasamning við nýja Landsbankann um Egilshöll í Grafarvogi. Í samningnum er gert ráð fyrir að til vors 2010 muni íþróttaaðstaðan í Egilshöll verða nýtt meira en verið hefur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir þetta mikilvægt skref í átt að því að tryggja rekstur Egilshallar. 2.7.2009 14:44
Þjófar sækja í reiðhjól Talsvert hefur borið á því að reiðhjólum sé stolið á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana, að sögn lögreglu. Þrjár slíkar tilkynningar bárust í gær og fimm í fyrradag. 2.7.2009 14:35
Sigmundur Davíð: Íslenska þjóðin eins og kúguð fjölskylda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi sem fyrr Icesave samninginn harðlega í þinginu í dag. 2.7.2009 14:31
Samningurinn samþykktur í bæjarráði Reykjanesbæjar Samningur Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um kaup og sölu á hlutum í HS Orku og HS Veitu var samþykktur af meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarráði Reykjanesbæjar í morgun. Samningurinn verður innan skamms lagður fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. 2.7.2009 14:19
Dæmi um að menn fari yfir 800 kg í strandveiðunum Fiskistofa hefur séð ástæðu til þess að árétta það að þeim sem stunda strandveiðar er eingöngu heimilt að draga 800 kg af óslægðum kvótabundnum afla í hverri veiðiferð. Nokkur brögð hafa verið að því að menn séu að koma að landi með umframafla sem nemur tugum kílóa. 2.7.2009 14:13
Handtekinn heima hjá sér með fíkniefni og afsagaða haglabyssu Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á heimili sínu sínu í Vogahverfi í Reykjavík í morgun en við húsleit fundust fíkniefni og afsöguð haglabyssa. Um var að ræða 40 grömm af marijúana, amfetamín í neysluskömmtum og 30 kannabisplöntur. 2.7.2009 14:01
Ráðherrar seinir í seinni hluta Icesave umræðna Þegar umræður um ríkisábyrgð á Icesave hófust eftir fundarhlé klukkan 13:30 voru hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra viðstaddur. Kvað hver stjórnarandstæðingurinn sér hljóðs á fætur öðrum og krafðist þess að ráðherrarnir sýndu umræðunni þá lágmarksvirðingu að vera viðstaddir hana. 2.7.2009 13:43
Starfshópur um endurskoðað fiskveiðistjórnunarkerfi skipaður Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur með vísan til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skipað starfshóp til þess að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. 2.7.2009 13:29
Klefadjamm á Litla-hrauni Fangi á Litla-hrauni var í dag dæmdur til 60 þúsund króna sektar fyrir vörslu fíkniefna í klefa sínum. Hann var gripin með e-pilluduft í hendi sér, en neitaði þó að eiga efnið. 2.7.2009 13:24
Össur: Sjálfstæðismenn eru skræfur „Sjálfstæðismenn eru slíkar skræfur að þeir þola ekki að aðkoma þeirra að málinu sé rifjuð upp,“ sagði utanríkisráðherra í umræðum um ríkisábyrgð vegna Ícesave-samkomulagið á Alþingi í dag. Rök ráðherrans í málinu er samfelldur brandari, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. 2.7.2009 13:20
Orra dæmd 300 þúsund frá 365-miðlum Orra Haukssyni voru dæmdar 300 þúsund króna skaðabætur frá 365-miðlum ehf. í héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna ummæla sem birtust um hann í DV þann 29. september 2006. DV var þá í eigu 365-miðla. Auk þess voru ummæli um einkalíf Orra dæmd dauð og ómerk. 2.7.2009 12:22
Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2.7.2009 12:13
Málningu slett á hús Hannesar og Björgólfs Rauðri málningu var slett á heimili þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Hannesar Smárasonar í nótt eða í morgun. Heimili þeirra eru við Vesturbrún annars vegar og Fjölnisveg hinsvegar. Þegar myndatökumann fréttastofu bar að garði var verið að þrífa málninguna af húsunum. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir standi á bakvið sletturnar og er málið því í rannsókn. 2.7.2009 12:03
Steingrímur: Samkomulagið hluti af herkostnaðinum „Þetta er hluti af herkostnaðinum sem við sitjum uppi með," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði skítt að Íslendingar sitji uppi með afleiðingar andvaraleysis stjórnvalda undanfarinna ára. Þá fullyrti Steingrímur að milljarðarnir sem fengust fyrir Landsbankann þegar hann var einkavæddur á sínum tími hafi verið þeir dýrustu í sögu Íslands. 2.7.2009 11:49
Vildu fresta umræðu um Icesave Pétur H. Blöndal og Birgir Ármansson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fóru fram á það við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í dag að öllum umræðum um Icesave-samkomulagið yrði fram frestað fram yfir helgi. Hún varð ekki við þeirri bón. 2.7.2009 11:37
Ráðherra hugnast þjóðaratkvæði um Icesave Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segist vel geta sætt sig við að kosið verði um Icesave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu. 2.7.2009 11:07
Höldum okkur á hægri um helgina Mikil umferðarteppa skapaðist á Suðurlandsvegi um síðustu helgi, sem leiddi til þess að langar bílaraðir mynduðust. Teppan skapaðist helst þar sem tvær akreinar verða að einni við lok 2+1 kaflans á veginum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu. 2.7.2009 10:55
Breytingar í utanríkisráðuneytinu Skrifstofa upplýsingamála var sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu þann 8. júní í kjölfar skipulagsbreytinga. Kristín A. Árnadóttir, sem áður stýrði sameinaðri skrifstofu utanríkisráðherra og -ráðuneytisstjóra, hefur nú verið færð til í starfi og stýrir hinni nýju skrifstofu. Engin tilkynning var gefin út af hálfu ráðuneytisins um þessar skipulagsbreytingar. 2.7.2009 10:45
Ákvörðun peningastefnunefndar mikil vonbrigði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%, og greint var frá í dag, vera mikil vonbrigði. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun. 2.7.2009 10:34
Bilun hjá Seðlabanka og Kauphöll Bilun varð í ytri vef Seðlabankans í nótt og lá hann niðri þar til í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuaðila vefsins, EJS, er þó búið að lagfæra bilunina. 2.7.2009 09:34
Icesave á dagskrá þingsins í dag Alþingi kemur til með að taka fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innistæðueigenda á þingfundi klukkan 10:30 í dag. Fer þar fram umræða um það hvort þingið „samþykki" Icesave samninginn. 2.7.2009 09:14
Brennið þið kamrar Slökkviliðið þurfti að sinna útköllum vegna skemmdarverka í nótt en eldur var borinn að ferðakömrum við Fellaskóla. Kamrarnir eru úr plasti og myndaðist mikill reykur í brunanum og var mikið hringt í Neyðarlínuna vegna þess. 2.7.2009 07:10
Innbrot í bíla og skóla Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og margt fólk á ferðinni eins og varðstjóri orðar það. Nokkuð var um innbrot en brotist var inn í tvo bíla auk þess sem þjófar brutu sér leið inn í Breiðholtsskóla. 2.7.2009 07:06
Ólafur Stefánsson stofnar barnaskóla „Draumurinn er að byrja í haust,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir sem ásamt Ólafi Stefánssyni handboltamanni, Þorvaldi Þorsteinssyni listamanni og Jennýju Guðrúnu Jónsdóttur kennara ætlar að stofna nýjan grunnskóla í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. 2.7.2009 06:00
Mannekla heyrir sögunni til Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gerði nýverið skyndikönnun varðandi manneklu í hjúkrun og kom í ljós að um 99,98 prósent stöðugilda hjúkrunarfræðinga eru nú setin. Svör komu frá hjúkrunarstjórnendum 50 stofnana, sem ráða yfir um 65 prósentum stöðugilda hjúkrunarfræðinga í landinu, eða rúmum 1.645 stöðugildum. Sambærileg könnun árið 2007 sýndi allt aðra mynd og var mannekla þá veruleg. 2.7.2009 05:45
Kostnaður falli á þrotabúin Verið er að kanna hvort hægt verði að fella kostnað við skilanefndir fjármálafyrirtækja á þrotabúin, í stað þess að hluti kostnaðarins falli á Fjármálaeftirlitið (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri eftirlitsins. 2.7.2009 05:15
Þurfti stífkrampasprautu og penisilín Tveir kettir réðust á Jóngeir Þórisson, eiganda skiltagerðarinnar Pamfíls, þegar hann var á gangi með smáhundinn sinn, fimm mánaða gamla hvolpinn Polla, við Hjallaveg fyrir ofan Kleppsveg um kvöldmatarleytið á þriðjudaginn í síðustu viku. 2.7.2009 05:15
Villa fella ályktun ríkisstjórnar „Við erum að glíma við gríðarstór verkefni, endurreisn fjármálakerfisins, skuldir heimila og fyrirtækja og þar fram eftir götunum, og það er mín skoðun að aðildarumsókn að Evrópusambandinu tengist ekki þeirri vegferð,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna. Í þinginu í gær hvatti Ásmundur til þess að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði felld. 2.7.2009 05:15
Ferðuðust með ljósmyndir Íslandsdeild Amnesty International mótmælti í gær hjá nokkrum starfsstöðvum Shell í borginni í tilefni nýútkominnar skýrslu samtakanna. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður rannsóknar á áhrifum olíuvinnslu á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu á mannréttindi íbúa svæðisins. 2.7.2009 05:15
115 milljarðar hvíla á bílum í erlendri mynt Efnahagsmál Íslendingar skulda 115 milljarða króna í erlend bílalán. Ríflega fjörutíu þúsund manns eru með bílalán í erlendri mynt, að hluta eða að fullu. Gera má ráð fyrir að um 4.400 manns séu í vandræðum með greiðslubyrði af bílalánum sínum, ef marka má orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á Alþingi í gær. 2.7.2009 05:00
Kannast ekki við áhuga á Vaðlaheiði Kristján Möller samgönguráðherra segir það einfaldlega rangt að búið sé að forgangsraða samgöngumannvirkjum þannig að Vaðlaheiðargöng verði efst í forgangsröðinni. 2.7.2009 04:30
Stjórnarflokkar tapa miklu fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju samtals aðeins 43 prósent atkvæða væri kosið til alþingiskosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn með 28 prósenta fylgi miðað við 24 prósent í kosningunum í apríl. Samfylkingin tapar 5 prósentustigum og fengi 25 prósent atkvæða. Vinstri grænir tapa sömuleiðis og mælast með 18 prósent miðað við 22 prósent í kosningunum. 2.7.2009 04:30
Maður myrtur við Kristjaníu Maður af írönskum uppruna var skotinn til bana í bíl sínum við Kristjaníusvæðið í Kaupmannahöfn í gærdag. Ekki er vitað hvort morðið tengist hörðum átökum innflytjendaklíka og Vítisengla, sem staðið hafa yfir síðan í ágúst á síðasta ári. 2.7.2009 04:30
Gjaldþrot standa oft yfir áratugum saman Eigendur fyrirtækja sem verða gjaldþrota hafa þann möguleika að stofna nýtt fyrirtæki á rústum þess gamla með nýrri kennitölu. Einstaklingar geta það trauðla og kunna að eiga í gjaldþroti svo áratugum skiptir. 2.7.2009 04:15
Herjólfur telst ekki þjóðvegur Eimskip má innheimta gjald af ferjusiglingum með Herjólfi, enda telst Herjólfur ekki þjóðvegur. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis, en kvartað hafði verið til hans vegna gjaldtökunnar í ferjuna og nýlegrar hækkun á gjaldskránni. 2.7.2009 04:00
Framsókn situr enn í því græna Framsóknarflokkurinn fundar enn í græna herberginu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt að láta það eftir þingflokki VG í ljósi kosningaúrslita. VG þarf stærra herbergi en þingflokkur Framsóknar hefur minnkað nokkuð. Fram kom í fjölmiðlum í maí að Framsókn vildi ekki víkja úr herberginu og mun þetta vera tilfinningamál fyrir flokkinn, sem hefur verið í herberginu í áratugi. 2.7.2009 03:30
Verið 22 daga erlendis á árinu Forseti Íslands hefur alls verið 22 daga erlendis fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tímabili á síðasta ári var forsetinn tvöfalt fleiri daga erlendis, og nærri þrefalt fleiri á sama tímabili árið 2007. 2.7.2009 03:30
Fleiri slasast alvarlega í umferðinni Alvarlega slösuðum í umferðarslysum hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum. Þannig slösuðust 200 alvarlega í umferðinni í fyrra en aðeins 115 árið 2004. Hins vegar hefur látnum fækkað til muna og létust tólf á síðasta ári samanborið við 31 á árinu 2006. Þetta kemur fram í skýrslu um umferðaröryggisáætlun stjórnvalda árið 2008 sem var kynnt á blaðamannafundi á þriðjudag. Eitt af markmiðum áætlunarinnar er að látnum og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um fimm prósent á ári. Það hefur ekki tekist. 2.7.2009 03:00
Hringur hlaupinn í nafni friðar Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setti Friðarhlaupið á Íslandi í Laugardal í gærmorgun. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup en tilgangur þess er að efla frið, vináttu og skilning. 2.7.2009 02:45
Tollar á landbúnaðarvörur lækki Landbúnaðarráðuneytið hefur nú auglýst innflutningskvóta á landbúnaðarvörur eftir að Samtök verslunar og þjónustu mótmæltu ákvörðun ráðuneytisins frá 19. júní um að auglýsa ekki kvótana til umsóknar. 2.7.2009 02:30
Sautján ára ferli í Kína Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir ættleiðingum hér hafa fækkað meira en í nágrannalöndunum. Úrræði séu fjölbreyttari ytra. 2.7.2009 02:30