Innlent

Brennið þið kamrar

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Slökkviliðið þurfti að sinna útköllum vegna skemmdarverka í nótt en eldur var borinn að ferðakömrum við Fellaskóla. Kamrarnir eru úr plasti og myndaðist mikill reykur í brunanum og var mikið hringt í Neyðarlínuna vegna þess. Vel gekk þó að slökkva eldinn en á tíma óttuðust menn að hann myndi breiðast út og læsa sig í aðstöðu vinnuskólans sem er í nágrenninu. Til þess kom þó ekki en kamrarnir eru gjörónýtir. Þá var kveikt í girðingu og eldur borinn að dekkjum á leikvelli í Breiðholtinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×