Fleiri fréttir

Fasteign á Selfossi til sölu í New York Times

„Ég fékk tölvupóst frá blaðakonu hjá New York Times en hún fann eignina í gegnum Vísir.is," segir Fjóla Kristinsdóttir, fasteignasali á fasteignasölunni Staður á Selfossi. Greinin birtist á vefsvæði blaðsins í dag þar sem glæsilegt einbýlishús miðsvæðis á Selfossi var auglýst.

ASÍ spáir 9-10% atvinnuleysi næstu misseri

Hagdeild Alþýðusambands Íslands hefur sent frá sér nýja hagspá um horfur í efnhagsmálum til ársins 2012. Hagdeildin spáir ríflega 10% samdrætti í landsframleiðslu í ár og áframhaldandi samdrætti á fyrri hluta næsta árs. Botninum verði hinsvegar náð á öðrum ársfjórðungi ársins 2010. Þá er útlit fyrir að atvinnuleysi verði milli 9-10% næstu misseri.

Yfir 40 þúsund manns með erlend bílalán

Alls eru 40.414 manns með bílalán í erlendri mynt að hluta eða í heild þar sem bifreið viðkomandi er sett að veði. Þetta kom fram í svari Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknar, á Alþingi rétt í þessu.

Gagnrýnir langt gæsluvarðhald harðlega

„Mér fannst ekki tilefni til þess að halda honum svona lengi í haldi," segir Brynjar Níelsson lögmaður Sigurðar Hilmars Ólasonar sem var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti og aðild að risa fíkniefnamáli í Hollandi.

TF-SIF lent

TF-SIF, ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan þrjú í dag.

Lífeyrissjóðir hafna hugmyndum Sjálfstæðisflokksins

Landssamtök lífeyrissjóða eru andvíg hugmyndum um að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað þess að skatturinn sé innheimtur við greiðslu lífeyris eins og viðgengist hefur frá upphafi.

Icesave: 400 milljörðum hærri ef ríkisstjórnin hefði ráðið fyrir áratug

Ef Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hefðu fengið að ráða fyrir tæpum 10 árum síðan væri skuld Íslendinga vegna Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er. Í dag eru þau örugglega fegin því að tillaga þeirra var felld á Alþingi. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnarssonar, fyrrum Alþingismanns.

Beit lögreglu í löngutöng

Rétt rúmlega tvítugur maður var dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón í löngutöng á vinstri hönd. Maðurinn beit lögreglumanninn í apríl á síðasta ári á Hverfisgötunni í miðborg Reykjavíkur.

Ekki útilokað að hægt verði að bræða saman tillögurnar

Formaður utanríkismálanefndar útilokar ekki að nefndinni takist að bræða saman tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Alþingi fær málið aftur til umræðu í fyrsta lagi í næstu viku.

Skiptar skoðanir um áhrif Icesave samningsins

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að Icesave lánið kunni að hafa einhver áhrif á gengi krónunnar en það dæmi hana ekki til að vera lága um aldur og ævi. Jón Daníelsson hagfræðiprófessor vill hins vegar meina að framtíð hagkerfisins velti á því að samið verði upp á nýtt.

Gylfi: Ekki réttlætanlegt að bjarga bara stofnfjáreigendum

„Ef ríkið keypti stofnféð fullu verði væri ríkið að taka á sig tap sparisjóðanna á umliðnum árum," segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, um lagafrumvarp sitt um sparisjóðina. Í frumvarpinu er lögð til heimild til að færa niður stofnfé sjóðanna svo þeir geti þegið stofnfjárframlag frá ríkinu.

Lundaveiðar leyfilegar í fimm daga

Nú í hádeginu verður haldinn fundur í umhverfis- og skipulagsráði Í vestmannaeyjum en þar mun samningur verða lagður fram varðandi lundaveiðar. Náttúrustofa Suðurlands telur stofninn í mögulegri útrýmingarhættu og hefur lagt til algjört veiðistopp.

Ráðhústorgið aftur undir græna torfu

Ráðhústorgið á Akureyri mun taka stakkaskiptum þegar kemur að lit og mýkt á morgun fimmtudag en þá verður torgið tyrft og skreytt með fallegum blómum í öllum regnbogans litum. Í tilkynningu frá bænum segir að framkvæmdir hefjist í fyrramálið um áttaleytið og standa fram eftir degi. „Bæjarbúum er velkomið að taka þátt með því að leggja fram hjálparhönd. Verkstjórinn á svæðinu verður hjálpfúsum bæjarbúum innan handar með úthlutun verkefna.“

TF - SIF kemur heim í dag

Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar kemur til landsins klukkan þrjú í dag.

Slökkvilið kallað að Actavis - enginn eldur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að höfuðstöðvum Actavis í Hafnarfirði um klukkan hálfníu í morgun þegar brunaboðar fóru í gang. Að sögn starfsmanns fór allt starfsfólk út úr húsinu til öryggis. Þegar slökkviliðið kom á vettvang kom í ljós að hitalykt hafði komið úr elementi í loftræstikerfi hússins sem varð til þess að eldvarnakerfið fór í gang. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu hefur þetta gerst áður í húsinu og er í raun nokkuð algengt þegar um slík hitaelement í loftræstikerfum er að ræða.

Jökulsárlón orðið dýpsta vatn landsins

Jökulsárlón er dýpsta vatn Íslands samkvæmt nýjustu mælingum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en eftir síðasta framhlaup Breiðamerkurjökuls, þar sem allt að 700 metrar munu hafa brotnað af jöklinum á köflum, er vatnið orðið dýpra en Öskjuvatn sem hingað til hefur hampað metinu.

Nemandi veiktist af berklum

Nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð veiktist nýverið af berklum. Hópur fólks, einkum nemendur í skólanum, hefur verið sendur í berklapróf í kjölfarið. Endanlegar niðurstöður liggja þó ekki fyrir fyrr en í haust.

Ætla að urða um 800 tonn af færiböndum

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo ætlar að láta urða færibönd sem notuð voru til að koma grjóti og möl upp úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Færibandinu, sem var um hálfur metri á breidd, hefur verið rúllað upp í um 200 rúllur, sem hver um sig er um fjögur tonn. Samanlagt verða því um 800 tonn af gúmmíi, um fimmtíu vörubílshlöss, urðuð á urðunarstað Fljótsdalshéraðs á Tjarnarlandi á næstunni.

Reykjanesbær kaupir land og jarðhitaréttindi í Svartsengi

„Reykjanesbær er að kaupa land og jarðhitaréttindi til að tryggja að auðlindirnar séu í eigu almennings,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Stjórn HS Orku samþykkti í gær að selja land og jarðhitaréttindi í Svartsengi til Reykjanesbæjar.

Þjóðin sögð ráða við ábyrgðina á Icesave

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að það hvarfli ekki að henni að frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins verði fellt á Alþingi.

Farsælast að samið yrði aftur

„Ef eitthvað er hef ég enn styrkst í þeirri trú að allt of mörg vafaatriði séu í þessu máli. Aðalatriðið er að þetta er óráðsía, og það hjálpar ekki lánshæfismati landsins að lofa því að borga eitthvað sem við getum ekki staðið við,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, um frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave-skuldanna sem lagt var fyrir Alþingi í gær.

Ekki til neitt plan B

„Ég tel mig ekkert þurfa neitt Plan-B,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í gær aðspurð á blaðamannafundi hvaða áform ríkisstjórnin hefði, samþykki Alþingi ekki Icesave-samninginn.

Kvótabrask í skjóli umdeilanlegra laga

Kvótabrask útgerðarmanna vegna stórvægilegra galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu veldur vannýtingu á tilteknum nytjastofnum og milljarðatapi þjóðarbúsins. Byggðirnar í landinu líða fyrir hráefnisskort og eftirlitsaðilar hafa brugðist hlutverki sínu.

Selja sprautur á bensínstöðvum

Nokkrar bensínstöðvar Skeljungs hafa undanfarið gert tilraun með sölu á sprautum, sem hugsaðar eru fyrir þá sem taka neftóbak í vörina.

Helmingur þingheims tengdur hlutafélögum

Alls eru 32 alþingismenn skráðir í hlutafélagaskrá, sem stjórnarmenn, prókúruhafar, framkvæmdastjórar, endurskoðendur eða meðstjórnendur samkvæmt nýrri greiningu Creditinfo Ísland fyrir Fréttablaðið.

Biðlistar hafa ekki verið styttri í tvö ár

Staða á biðlistum í júní 2009 er almennt góð og hafa biðlistar styst fyrir nær allar aðgerðir. Enn er þó bið eftir tilteknum aðgerðum, svo sem gerviliðaaðgerðum og aðgerðum á augasteini, en færri einstaklingar bíða eftir slíkum aðgerðum nú en á sama tíma í fyrra.

Allir grunnskólanemendur komnir með skólavist

„Allir sem eru að koma úr grunnskóla eru komnir með pláss,“ segir Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. Mikil aðsókn var í framhaldsskóla í ár og var mörgum hafnað. Katrín segir marga þó ekki sátta við þann skóla sem þeir komust í.

Sjá næstu 50 fréttir