Innlent

Ferðuðust með ljósmyndir

Íslandsdeild Amnesty ferðaðist um borgina ljósmyndir af Nígerfljóti.
fréttablaðið/stefán
Íslandsdeild Amnesty ferðaðist um borgina ljósmyndir af Nígerfljóti. fréttablaðið/stefán

Íslandsdeild Amnesty International mótmælti í gær hjá nokkrum starfsstöðvum Shell í borginni í tilefni nýútkominnar skýrslu samtakanna. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður rannsóknar á áhrifum olíuvinnslu á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu á mannréttindi íbúa svæðisins.

Í tilkynningu Íslandsdeildar samtakanna segir að Shell hafi fyrst byrjað að vinna olíu á óseyrum Nígerfljóts árið 1956. Gífurleg olíumengun og umhverfisspjöll hafi hlotist af starfseminni, sem hafi heilsuspillandi áhrif á íbúana og ógni lífsviðurværi þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×