115 milljarðar hvíla á bílum í erlendri mynt 2. júlí 2009 05:00 Viðskiptaráðherra segir að þung greiðslubyrði af bílalánum sé það sem valdi mörgum fjölskyldum einna mestum vandræðum.Fréttablaðið/vilhelm Íslendingar skulda 115 milljarða króna í erlend bílalán. Ríflega fjörutíu þúsund manns eru með bílalán í erlendri mynt, að hluta eða að fullu. Gera má ráð fyrir að um 4.400 manns séu í vandræðum með greiðslubyrði af bílalánum sínum, ef marka má orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á Alþingi í gær. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn til Gylfa um erlend bílalán; meðal annars hversu mörg þau væru og hversu há, og hvort hann hygðist beita sér í málum þeirra sem ættu í vandræðum með afborganir. Gylfi sagði að samkvæmt tölum Seðlabankans verðu áttatíu prósent þeirra sem væru með bílalán innan við tuttugu prósentum ráðstöfunartekna sinna í afborganirnar. Það ætti að vera vel viðráðanlegt, segir Gylfi. Hins vegar væru ellefu prósent í öllu verri stöðu, og verðu yfir þrjátíu prósentum ráðstöfunartekna í afborganir. Það væri vitaskuld afar þungbært í mörgum tilvikum. Miðað við að fjörutíu þúsund manns séu með erlend bílalán þýðir þetta að um 4.400 manns eru í þessari þungbæru stöðu. Að sögn Gylfa er afar lítill hluti bílalána einungis í íslenskum krónum. Fulltrúar Framsóknarflokksins kölluðu eftir því að ríkisstjórnin brygðist við vanda þeirra sem ættu í erfiðleikum vegna afborgana af erlendum bílalánum. Sögðu þeir að flöt niðurfelling skulda blasti við sem skynsamlega lausnin. Gylfi tjáði þeim að nú væri að störfum starfshópur á vegum viðskipta-, félags- og tryggingamála- og dómsmálaráðuneytisins sem hefði það hlutverk að fara yfir þessi mál. Almennar aðgerðir eins og flöt niðurfelling væru allt of dýrar en til greina kæmi að beita sértækum aðgerðum til að laga stöðu þessa fólks. „Í hópi þeirra sem eru í mestu vandræðunum með að láta enda ná saman vega bílalánin þungt út af því hve greiðslubyrðin er mikil, þó að höfuðstóllinn sé yfirleitt miklu lægri en af íbúðalánunum,“ segir Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Ef það er hægt að taka á málum þeirra sem eru í verstri stöðu með bílalánin væri það mjög markviss aðgerð því þarna er vandinn einna brýnastur.“ Gylfi segir einnig að í flestum tilfellum hafi lánafyrirtæki veðrétt í bifreiðinni, eða eignarétt í henni í gegnum rekstrarleigu. Bifreiðin sé tekin og seld ef skuldarinn lendi í vanskilum og eftirstöðvarnar falli á skuldarann. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Íslendingar skulda 115 milljarða króna í erlend bílalán. Ríflega fjörutíu þúsund manns eru með bílalán í erlendri mynt, að hluta eða að fullu. Gera má ráð fyrir að um 4.400 manns séu í vandræðum með greiðslubyrði af bílalánum sínum, ef marka má orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á Alþingi í gær. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn til Gylfa um erlend bílalán; meðal annars hversu mörg þau væru og hversu há, og hvort hann hygðist beita sér í málum þeirra sem ættu í vandræðum með afborganir. Gylfi sagði að samkvæmt tölum Seðlabankans verðu áttatíu prósent þeirra sem væru með bílalán innan við tuttugu prósentum ráðstöfunartekna sinna í afborganirnar. Það ætti að vera vel viðráðanlegt, segir Gylfi. Hins vegar væru ellefu prósent í öllu verri stöðu, og verðu yfir þrjátíu prósentum ráðstöfunartekna í afborganir. Það væri vitaskuld afar þungbært í mörgum tilvikum. Miðað við að fjörutíu þúsund manns séu með erlend bílalán þýðir þetta að um 4.400 manns eru í þessari þungbæru stöðu. Að sögn Gylfa er afar lítill hluti bílalána einungis í íslenskum krónum. Fulltrúar Framsóknarflokksins kölluðu eftir því að ríkisstjórnin brygðist við vanda þeirra sem ættu í erfiðleikum vegna afborgana af erlendum bílalánum. Sögðu þeir að flöt niðurfelling skulda blasti við sem skynsamlega lausnin. Gylfi tjáði þeim að nú væri að störfum starfshópur á vegum viðskipta-, félags- og tryggingamála- og dómsmálaráðuneytisins sem hefði það hlutverk að fara yfir þessi mál. Almennar aðgerðir eins og flöt niðurfelling væru allt of dýrar en til greina kæmi að beita sértækum aðgerðum til að laga stöðu þessa fólks. „Í hópi þeirra sem eru í mestu vandræðunum með að láta enda ná saman vega bílalánin þungt út af því hve greiðslubyrðin er mikil, þó að höfuðstóllinn sé yfirleitt miklu lægri en af íbúðalánunum,“ segir Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Ef það er hægt að taka á málum þeirra sem eru í verstri stöðu með bílalánin væri það mjög markviss aðgerð því þarna er vandinn einna brýnastur.“ Gylfi segir einnig að í flestum tilfellum hafi lánafyrirtæki veðrétt í bifreiðinni, eða eignarétt í henni í gegnum rekstrarleigu. Bifreiðin sé tekin og seld ef skuldarinn lendi í vanskilum og eftirstöðvarnar falli á skuldarann.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent