Innlent

Bilun hjá Seðlabanka og Kauphöll

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Mynd/Pjetur

Bilun varð í ytri vef Seðlabankans í nótt og lá hann niðri þar til í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuaðila vefsins, EJS, er þó búið að lagfæra bilunina.

Að sögn Magnúsar Norðdal, forstjóra EJS, varð bilunin í vélbúnaði og reyndist flókið að greina hann.

Hann segir tölvukerfið þó hafa verið tekið í gegn eftir bankahrunið í haust, enda hafi álagið á vef Seðlabankans aukist til muna þegar athygli heimsins beindist að Íslandi.

Einnig lá tilkynningavefur Kauphallarinnar niðri fyrri part dags, en hann komst í gagnið um hádegisbilið. Það mun þó vera um alls ótengd mál að ræða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×