Innlent

Sautján ára ferli í Kína

Samkvæmt formanni Íslenskrar ættleiðingar tekur afgreiðsla umsókna í Kína 17 ár. Biðtími eftir börnum með sérþarfir frá Kína er hins vegar um tvö ár.
Samkvæmt formanni Íslenskrar ættleiðingar tekur afgreiðsla umsókna í Kína 17 ár. Biðtími eftir börnum með sérþarfir frá Kína er hins vegar um tvö ár.

Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir ættleiðingum hér hafa fækkað meira en í nágrannalöndunum. Úrræði séu fjölbreyttari ytra.

Frá því hefur verið sagt að biðtími eftir barni hefði lengst í um fjögur á og virðist enn lengjast. Dómsmálaráðherra sagði ættleiðingarfélaganna að afla nýrra sambanda við útlönd. Hörður telur hins vegar að innlendar hindranir tefji. Félagið hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að slakað verði á lögum til að greiða fyrir ættleiðingum. Hörður segist vilja breyta reglum þannig að hægt sé að vera á biðlista í tveimur löndum, líkt og hægt sé annars staðar. Einnig að hámarksaldri verði breytt, en hann er 45 ára. Um 30 hjón á biðlista eru að detta út vegna aldurs.

„Afgreiðslutími í sumum löndum er þó mjög langur. Þannig er biðtími umsókna í Kína 17 ár miðað við hve hægt ferlið er.“ Reglur voru hertar nýlega. Stysti biðtími félagsins er eftir kínverskum börnum sem eru á lista yfir börn með sérþarfir. Biðtíminn er um tvö ár.

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að verið sé að skoða leiðir þannig að tilviljun ráði því ekki hvort maður hafi gilt forsamþykki. Ekki á þó að hækka hámarksaldurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×