Innlent

Steingrímur: Samkomulagið hluti af herkostnaðinum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
„Þetta er hluti af herkostnaðinum sem við sitjum uppi með," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði skítt að Íslendingar sitji uppi með afleiðingar andvaraleysis stjórnvalda undanfarinna ára. Þá fullyrti Steingrímur að milljarðarnir sem fengust fyrir Landsbankann þegar hann var einkavæddur á sínum tími hafi verið þeir dýrustu í sögu Íslands.

Steingrímur rakti forsögu málsins þegar hann mælti fyrir frumvarpi um ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave. Búist er við umræður um frumvarpið fram eftir kvöldi en í hádeginu voru 28 þingmenn á mælendaskrá.

Steingrímur sagði að það hafi verið niðurstaða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að samningaleiðin við bresk og hollensk stjórnvöld hafi verið eina leiðin sem væri í boði. Litlu hefði munað að gengið væri frá samkomulaginu í janúar sem hafi ekki verið eins gott og það sem undirritað var nýverið. Þá benti Steingrímur á að 5. desember hafi Alþingi falið framkvæmdavaldinu að leiða málið til lykta. Hann kvaðst sannfærður um samkomulagið væri gott fyrir þjóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×