Innlent

Innbrot í bíla og skóla

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og margt fólk á ferðinni eins og varðstjóri orðar það. Nokkuð var um innbrot en brotist var inn í tvo bíla auk þess sem þjófar brutu sér leið inn í Breiðholtsskóla. Þar voru rúður brotnar en óljóst er á þessari stundu hvort eitthvað hafi verið tekið. Nú í morgunsárið uppgötvaðist einnig að brotist hafði verið inn í leikskólann Fálkaborg við Fálkabakka í Breiðholti og var lögregla á staðnum rétt fyrir sjö. Enginn hefur verið handtekinn í fyrrgreindum málum og leitar lögregla sökudólganna. Einn ökumaður var tekinn í nótt grunaður um fíkniefnaakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×