Innlent

Stjórnarflokkar tapa miklu fylgi

Oddvitar stjórnarflokkanna Innan við helmingur kveðst styðja ríkisstjórnina.
Oddvitar stjórnarflokkanna Innan við helmingur kveðst styðja ríkisstjórnina.

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju samtals aðeins 43 prósent atkvæða væri kosið til alþingiskosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn með 28 prósenta fylgi miðað við 24 prósent í kosningunum í apríl. Samfylkingin tapar 5 prósentustigum og fengi 25 prósent atkvæða. Vinstri grænir tapa sömuleiðis og mælast með 18 prósent miðað við 22 prósent í kosningunum.

Framsóknarflokkurinn er með 17 prósenta fylgi miðað við 15 prósent í kosningunum. Borgarahreyfingin fengi nú 9 prósent atkvæða miðað við 7 prósent í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×