Innlent

Framsókn situr enn í því græna

Framsóknarflokkurinn fundar enn í græna herberginu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt að láta það eftir þingflokki VG í ljósi kosningaúrslita. VG þarf stærra herbergi en þingflokkur Framsóknar hefur minnkað nokkuð. Fram kom í fjölmiðlum í maí að Framsókn vildi ekki víkja úr herberginu og mun þetta vera tilfinningamál fyrir flokkinn, sem hefur verið í herberginu í áratugi.

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekki hafa haft tíma til að leysa úr málinu en ætlar að skoða það fyrir haustið.

VG fundar nú til bráðabirgða í herbergi forsætisnefndar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×