Fleiri fréttir Gagnrýnir samningsdrög milli HS Orku og Reykjanesbæjar Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, og Petrína Baldursdóttir, formaður bæjarráðs hafa sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd Grindavíkurbæjar vegna yfirlýstra samningsdraga milli HS Orku hf. og Reykjanesbæjar um landakaup í lögsögu Grindavíkur. 29.6.2009 23:00 Troðfullt út úr dyrum á borgarafundi um Icesave Troðfullt var út úr dyrum á opnum borgarafundi sem fram fór Iðnó í kvöld. Fundurinn var á vegum Indefence hópsins. Á fundinum líkti rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson ástandinu á Íslandi við óhreint almenningssalerni. 29.6.2009 22:06 Vélsleði brann í Granaskjóli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Granaskjóli 34 fyrir stundu vegna vélsleða sem stóð á björtu báli á plani hússins. Nærliggjandi götum var lokað meðan á slökkvistarfinu stóð en talsverður reykur var vegna brunans. 29.6.2009 19:20 Dregið úr tilkynningum um vændi eftir efnahagshrunið Verulega hefur dregið úr tilkynningum til lögreglunnar um vændissölu hér á landi það sem af er þessu ári. Lögreglan telur líklegt að erlendar vændiskonur vilji síður koma hingað til lands eftir efnhagshrunið. 29.6.2009 18:58 Verklok tónlistar- og ráðstefnuhúss velta á uppsetningu glerhjúps Áætluð verklok tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn velta á uppsetningu glerhjúps sem mun umlykja húsið. Um eitt og hálft ár tekur að setja hann upp en gert er ráð fyrir að byggingarnar verði tilbúnar í febrúar 2011. 29.6.2009 18:41 Mótorhjólaslys í Garðabæ Mótorhjólaslys varð við Akrabraut í Garðabæ fyrir skemmstu. Einn maður slasaðist að því er best er vitað og var farið með hann á Landspítalann í Fossvogi. 29.6.2009 17:29 Loksins komið líf í ufsaveiðarnar Ísfisktogarinn Ásbjörn RE er nú á ufsaveiðum en skipið kom til hafnar sl. fimmtudagskvöld og fór út að nýju um helgina. Það bar helst til tíðinda í síðustu veiðiferð að ufsinn gaf sig loksins til en ufsaafli togaranna hefur verið með tregara móti það sem af er árinu, að því er segir á heimasíðu HB Granda um veiðarnar. 29.6.2009 18:30 Sigurður Ólason laus úr gæsluvarðhaldi Sigurður Hilmar Ólason er laus úr haldi lögreglu en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 9. júní. Sigurður var handtekinn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem talið var að alþjóðleg glæpasamtök væru komin með annan fótinn til Íslands. Rannsókn þess teygði anga sína til þrettán landa. Sigurður hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí en var látin laus í dag. 29.6.2009 18:18 Sigmundur og Ásta tókust á að nýju Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknar, kvað sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta á þingi fyrr í dag og gerði harkalegar athugasemdir við fundarstjórn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. 29.6.2009 17:57 Icesave: Á eldfimu og viðkvæmu stigi Báðir þingflokkar ríkisstjórnarinnar eru búnir að funda um Icesave-samkomulagið en málið mun vera á eldfimu og viðkvæmu stigi. 29.6.2009 16:42 Fjölmiðlar vita meira en ég „Það er bara eitt orð sem ég á yfir þetta og það er vanhæfni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar um þá staðreynd að öll fylgiskjöl með Icesave frumvarpinu, sem leggja á fyrir Alþingi á fimmtudag, séu ekki komin fram. 29.6.2009 16:37 Gylfi Magnússon: Ísland getur vel staðið undir Icesave Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði enga munu vilja lána eða eiga viðskipti við ríki sem ekki gerir upp sínar skuldir í óundirbúnum fyrirspurnartíma ráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði íslenska ríkið jafnframt vel geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave samninganna. 29.6.2009 16:14 Gjaldkeri dæmdur fyrir fjársvik Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum Vilborgu Auðunsdóttur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið að sér um það bil þrjár milljónir. 29.6.2009 15:42 Ökufanti sleppt úr varðhaldi Ekki verður krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir ökumanninum sem gekk berserksgang þar síðasta sunnudagskvöld. Hann kemur til með að losna úr varðhaldi klukkan 16:00. 29.6.2009 15:28 Mannréttindadómstóll Evrópu vísar tölvupóstmáli frá „Það er búið að hafna því," segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, en Mannréttindadómstóll Evrópu er búinn að hafna því að taka tölvupóstmálið svokallaða til efnislegrar meðferðar. 29.6.2009 15:11 Við viljum svör: Opinn borgarafundur um Icesave í Iðnó Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans, Indriði Þorláksson, taka þátt í pallborðsumræðum á opnum borgarafundi um Icesave skuldbindingarnar sem haldinn verður í Iðnó klukkan átta í kvöld. Vonast er til að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sjái sér fært að mæta. 29.6.2009 14:56 Ágæt síldveiði hjá skipum HB Granda Ágæt síldveiði var hjá skipum HB Granda um helgina. Ingunn AK og Lundey NS voru þá saman að veiðum með eitt troll um 80 sjómílur ASA af Hornafirði. Faxi RE kom á miðin í gærkvöldi og tók þá við keflinu af Ingunni sem í framhaldinu tók eitt hol einskipa líkt og í byrjun veiðiferðarinnar. 29.6.2009 14:21 Keyrði dópaður en sleppur við blóðsýnareikning Maður á þrítugsaldri var dæmdur til þess að greiða hálfa milljón í sekt fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og ofsaaksturs. Að auki var hann með ólöglegan hníf undir höndum og gerðist þar með brotlegur við vopnalög. 29.6.2009 14:16 Með amfetamín í klefa 43 Rúmlega tvítugur fangi á Litla Hrauni, Davíð Þór Gunnarsson, var dæmdur til þess að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa haft rúm 2 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Efnin fundust við leit í klefa hans sem er númer 43. 29.6.2009 14:03 12,5 milljónum úthlutað úr Tónlistarsjóði Menntamálaráðherra hefur að tillögu tónlistarráðs úthlutað styrkjum úr Tónlistarsjóði fyrir seinni helming þessa árs. Tónlistarsjóði bárust að þessu sinni 101 umsókn frá 93 aðilum. Heildarfjárhæð umsókna nam 76.994.903 kr. Veittir voru styrkir til 68 verkefna að heildarupphæð 12.550.000, að því er kemur fram í tilkynningu. 29.6.2009 14:00 Sprengisandur að opnast Sprengissandsleið um Bárðardal opnast síðdegis á morgun eða á miðvikudagmorgun. Veghefill frá Vegagerðinni á Húsavík lagði af stað upp á Sprengisand í morgun í þeim tilgangi að lagfæra veginn og ryðja burt síðustu hindrunum. 29.6.2009 12:30 Tímabundinn forstjóri Útlendingastofnunar settur Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett Rósu Dögg Flosadóttur lögfræðing í embætti forstjóra Útlendingastofnunar tímabundið í sex mánuði, frá og með 1. júlí til 31. desember 2009. Embættið var laust til setningar vegna framlengds leyfis skipaðs forstjóra til næstu áramóta, að því er kemur fram í tilkynningu. 29.6.2009 12:14 Hópslagsmál á Flúðum Lögreglan á Selfossi var kölluð út aðfaranótt sunnudags vegna hópslagsmála á Flúðum. Einn maður nefbrotnaði í átökunum og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem gert var að sárum hans. 29.6.2009 12:04 UJ fordæma ofbeldi í Íran Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hefur sent frá sér ályktun þar sem hún fordæmir grimmd íranskra stjórnvalda í garð almennings í landinu. Hún skorar jafnframt á íslensk stjórnvöld að þrýsta á að ofríkinu linni og lýðræðislegum vilja kjósenda í Íran verði framfylgt, svo aðrar þjóðir fái búið við sömu mannréttindi og við búum við hér á landi. 29.6.2009 11:59 Ríkisstjórnin vísar Icesave til Alþingis Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi í morgun að vísa frumvarpi um ríkisábyrgðir vegna Icesave skuldbindinga til meðferðar Alþingis. Gert er ráð fyrir því að frumvarpinu verði dreift í dag og að þingið hafi málið svo til meðferðar næstu daga eða jafnvel vikur. Frumvarpið sjálft mun vera einfalt í sniðum, um það bil tvær blaðsíður, en því fylgja gögn sem eru sögð varpa frekara ljósi á málið. 29.6.2009 11:25 Vistheimilanefnd skilar næstu skýrslu í september Vistheimilanefnd sem kannar starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn hyggst skila áfangaskýrslu í september en nefndin hefur þegar rætt við á annað hundrað manns vegna rannsóknarinnar. 29.6.2009 11:20 Óvæntur gestur í Sjóræningjahúsinu Starfsfólk Sjóræningjahússins í Patreksfirði fékk óvæntan gest í byrjun mánaðarins þegar trjábukkur kom út úr við sem verið var að nota í leiksvið. Að því er kemur fram á vef Bæjarins besta kom viðurinn í bæinn sem pakkning utan um efni sem nota átti í höfn bæjarins, en sendingin er talin hafa komið frá Rússlandi eða Þýskalandi. 29.6.2009 11:17 Vefur um vistvæn innkaup opnaður Vefurinn Vinn.is hefur nú verið opnaður, en hann er hluti af verkefninu Vistvæn innkaup. Að verkefninu standa umhverfisráðuneytið, Ríkiskaup, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær. 29.6.2009 10:54 Bandormurinn samþykktur Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum, eða bandormurinn eins og það er jafnan kallað, var rétt í þessu samþykkt með breytingum frá meirihluta efnahags- og skattanefndar. 31 þingmaður greiddi frumvarpinu atkvæði sitt, en sextán greiddu atkvæði gegn því. 29.6.2009 10:24 Fékk glas í andlitið fyrir utan grænmetisstað Tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að brjóta glas á andliti annars manns með þeim afleiðingum að hann hlaut rúmlega sex sentímetra langan skurð á andliti. 29.6.2009 10:09 Norrænir félags- og heilbrigðisráðherrar funda Norrænir félags- og heilbrigðisráðherrar funda í Reykjavík í dag og ræða áhrif efnahagssamdráttar á velferðarmálin, félags- og heilbrigðismál. Auk þess ræða þeir samstarf Norðurlandanna í baráttunni gegn afleiðingum inflúensu og framtíðarskipulag norrænna stofnana á sviði velferðarmála. 29.6.2009 09:38 Indriði H: Iceslave.is segir lítið um málið í heild sinni „Þessi tala sem þarna birtist segir afskaplega lítið um málið í heild sinni," segir Indriði H. Þorláksson, einn samningamanna Íslands í Icesave málinu, um Iceslave-skuldaklukkuna svokölluðu. 29.6.2009 09:34 Lífeyrissjóðir vilja fjármagna framkvæmdir Lífeyrissjóðirnir eru reiðubúnir til þess að setja 90 til 100 milljarða króna til þess að fjármagna opinberar framkvæmdir næstu fjögur árin. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Arnari Sigurmundssyni, formanni Landssamtaka lífeyrissjóðanna. 29.6.2009 08:59 Norrænir dómsmálaráðherrar funda Barnaklám, norrænt lögreglusamstarf og skipulögð glæpastarfsemi á Norðurlöndum verður meðal efnis á dagskrá fundar norrænu dómsmálaráðherranna þegar þeir funda hér á Íslandi í dag, mánudag. 29.6.2009 08:57 Bíll brann við Grjótháls Bifreið brann til kaldra kola á Grjóthálsi um klukkan hálfeitt í nótt. Annar bíll sem stóð við hlið hins skemmdist einnig töluvert í eldinum. 29.6.2009 07:05 AGS-yfirlýsingu breytt vegna Icesave Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins. 29.6.2009 06:00 Eiga 113 sumarhúsalóðir og 107 íbúðir Nýji Kaupþing og Íslandsbanki eiga samanlagt 107 húseignir. Ekki fengust upplýsingar um eignir Landsbankans. Meðal annarra eigna bankanna eru 70 bifreiðar, 3 hesthús og 3 íbúðahúsalóðir. 29.6.2009 05:00 Stórhættulegt svæði „Þetta er ekki þannig svæði að mönnum ætti að detta í hug að fara um það á snjósleða. Það er stórhættulegt. Drengurinn fer niður í hallann, þar sem allt er krosssprungið yfir sumartímann. En þetta skrifast bara á ókunnugleika,“ segir Snorri H. Jóhannesson í Björgunarsveitinni Ok í Borgarnesi. Hann var einn af tugum björgunarsveitarmanna sem kallaðir voru út á Geitlandsjökul, vestasta hluta Langjökuls, á laugardag. Þar hafði fimmtán ára drengur fallið um fimmtán metra ofan í jökulsprungu. Hann lenti á syllu niðri í sprungunni og náði að halda sér á henni í um tvær klukkustundir, eða þangað til björgunarsveitarmenn hífðu hann upp. 29.6.2009 04:30 Veita sálrænan áfallastuðning Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rauði kross Íslands hafa gert með sér samkomulag um að veita sálrænan stuðning fólki sem komið hefur að vettvangi alvarlegra atburða þar sem kallað er eftir aðstoð lögreglunnar. 29.6.2009 03:45 Framlög til háskóla hærri 2010 en 2008 Framlög til háskóla hafa meira en þrefaldast á síðustu níu árum. Árið 2000 námu framlög ríkisins til allra skólanna 4,3 milljörðum króna. Á fjárlögum 2009 nemur sú upphæð 14,5 milljörðum. Framlög til skólanna á næsta ári verða hins vegar skert um 8,5 prósent á næsta ári. 29.6.2009 03:00 Einn deyr á viku að meðaltali „Við teljum mikinn ávinning af skimun fyrir ristilkrabbameini,“ segir Skúli Skúlason sem stýrt hefur undirbúningsvinnu fyrir stofnun félags fólks með ristilkrabbamein. Skúli segir þetta mikilvægt verkefni enda deyi vikulega einn Íslendingur af völdum ristilkrabbameins. Sjúkdómurinn er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina á Íslandi. Alls dóu 271 á árunum 2002 til 2006, 122 konur og 149 karlar. 29.6.2009 03:00 Írsk setter-tík valin sú besta Cararua Alana, tæplega fimm ára gömul írsk setter-tík, var valin besti hundur sumarsýningar Hundaræktarfélags Íslands í gær. „Í ár vorum við með fimm erlenda dómara og þeim bar saman um að hún væri verðug þessa titils. Ég er auðvitað voðalega stolt af henni,“ segir Jóna Viðarsdóttir, eigandi tíkarinnar og jafnframt formaður HRFÍ. 29.6.2009 02:30 Bið eftir ættleiðingu lengist Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. 29.6.2009 02:00 Enn gustar um bæjarstjórn Kópavogs Bæjarfulltrúar Framsóknar og Samfylkingar sem sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs standa enn við sínar fullyrðingar um að þeir hafi verið blekktir. Gögn sem sýna fram á hið gagnstæða hafa komið fram. Oddviti Vinstri grænna í bænum segir að þeir verði alvarlega að íhuga stöðu sína sem bæjarfulltrúar. 28.6.2009 18:41 Bílvelta skammt frá Gljúfrasteini - karlmaður fluttur á slysadeild Umferðaróhapp varð á Þingvallavegi á Mosfellsheiði skammt frá Gljúfrasteini þegar fólksbifreið valt á sjöunda tímanum í kvöld. Ökumaður, sem var einn á ferð, kastaðist út úr bifreiðinni og var fluttur töluvert slasaður á slysadeild Landspítlans í Fossvogi. 28.6.2009 19:04 Sjá næstu 50 fréttir
Gagnrýnir samningsdrög milli HS Orku og Reykjanesbæjar Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, og Petrína Baldursdóttir, formaður bæjarráðs hafa sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd Grindavíkurbæjar vegna yfirlýstra samningsdraga milli HS Orku hf. og Reykjanesbæjar um landakaup í lögsögu Grindavíkur. 29.6.2009 23:00
Troðfullt út úr dyrum á borgarafundi um Icesave Troðfullt var út úr dyrum á opnum borgarafundi sem fram fór Iðnó í kvöld. Fundurinn var á vegum Indefence hópsins. Á fundinum líkti rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson ástandinu á Íslandi við óhreint almenningssalerni. 29.6.2009 22:06
Vélsleði brann í Granaskjóli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Granaskjóli 34 fyrir stundu vegna vélsleða sem stóð á björtu báli á plani hússins. Nærliggjandi götum var lokað meðan á slökkvistarfinu stóð en talsverður reykur var vegna brunans. 29.6.2009 19:20
Dregið úr tilkynningum um vændi eftir efnahagshrunið Verulega hefur dregið úr tilkynningum til lögreglunnar um vændissölu hér á landi það sem af er þessu ári. Lögreglan telur líklegt að erlendar vændiskonur vilji síður koma hingað til lands eftir efnhagshrunið. 29.6.2009 18:58
Verklok tónlistar- og ráðstefnuhúss velta á uppsetningu glerhjúps Áætluð verklok tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn velta á uppsetningu glerhjúps sem mun umlykja húsið. Um eitt og hálft ár tekur að setja hann upp en gert er ráð fyrir að byggingarnar verði tilbúnar í febrúar 2011. 29.6.2009 18:41
Mótorhjólaslys í Garðabæ Mótorhjólaslys varð við Akrabraut í Garðabæ fyrir skemmstu. Einn maður slasaðist að því er best er vitað og var farið með hann á Landspítalann í Fossvogi. 29.6.2009 17:29
Loksins komið líf í ufsaveiðarnar Ísfisktogarinn Ásbjörn RE er nú á ufsaveiðum en skipið kom til hafnar sl. fimmtudagskvöld og fór út að nýju um helgina. Það bar helst til tíðinda í síðustu veiðiferð að ufsinn gaf sig loksins til en ufsaafli togaranna hefur verið með tregara móti það sem af er árinu, að því er segir á heimasíðu HB Granda um veiðarnar. 29.6.2009 18:30
Sigurður Ólason laus úr gæsluvarðhaldi Sigurður Hilmar Ólason er laus úr haldi lögreglu en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 9. júní. Sigurður var handtekinn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem talið var að alþjóðleg glæpasamtök væru komin með annan fótinn til Íslands. Rannsókn þess teygði anga sína til þrettán landa. Sigurður hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí en var látin laus í dag. 29.6.2009 18:18
Sigmundur og Ásta tókust á að nýju Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknar, kvað sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta á þingi fyrr í dag og gerði harkalegar athugasemdir við fundarstjórn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. 29.6.2009 17:57
Icesave: Á eldfimu og viðkvæmu stigi Báðir þingflokkar ríkisstjórnarinnar eru búnir að funda um Icesave-samkomulagið en málið mun vera á eldfimu og viðkvæmu stigi. 29.6.2009 16:42
Fjölmiðlar vita meira en ég „Það er bara eitt orð sem ég á yfir þetta og það er vanhæfni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar um þá staðreynd að öll fylgiskjöl með Icesave frumvarpinu, sem leggja á fyrir Alþingi á fimmtudag, séu ekki komin fram. 29.6.2009 16:37
Gylfi Magnússon: Ísland getur vel staðið undir Icesave Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði enga munu vilja lána eða eiga viðskipti við ríki sem ekki gerir upp sínar skuldir í óundirbúnum fyrirspurnartíma ráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði íslenska ríkið jafnframt vel geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave samninganna. 29.6.2009 16:14
Gjaldkeri dæmdur fyrir fjársvik Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum Vilborgu Auðunsdóttur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið að sér um það bil þrjár milljónir. 29.6.2009 15:42
Ökufanti sleppt úr varðhaldi Ekki verður krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir ökumanninum sem gekk berserksgang þar síðasta sunnudagskvöld. Hann kemur til með að losna úr varðhaldi klukkan 16:00. 29.6.2009 15:28
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar tölvupóstmáli frá „Það er búið að hafna því," segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, en Mannréttindadómstóll Evrópu er búinn að hafna því að taka tölvupóstmálið svokallaða til efnislegrar meðferðar. 29.6.2009 15:11
Við viljum svör: Opinn borgarafundur um Icesave í Iðnó Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans, Indriði Þorláksson, taka þátt í pallborðsumræðum á opnum borgarafundi um Icesave skuldbindingarnar sem haldinn verður í Iðnó klukkan átta í kvöld. Vonast er til að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sjái sér fært að mæta. 29.6.2009 14:56
Ágæt síldveiði hjá skipum HB Granda Ágæt síldveiði var hjá skipum HB Granda um helgina. Ingunn AK og Lundey NS voru þá saman að veiðum með eitt troll um 80 sjómílur ASA af Hornafirði. Faxi RE kom á miðin í gærkvöldi og tók þá við keflinu af Ingunni sem í framhaldinu tók eitt hol einskipa líkt og í byrjun veiðiferðarinnar. 29.6.2009 14:21
Keyrði dópaður en sleppur við blóðsýnareikning Maður á þrítugsaldri var dæmdur til þess að greiða hálfa milljón í sekt fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og ofsaaksturs. Að auki var hann með ólöglegan hníf undir höndum og gerðist þar með brotlegur við vopnalög. 29.6.2009 14:16
Með amfetamín í klefa 43 Rúmlega tvítugur fangi á Litla Hrauni, Davíð Þór Gunnarsson, var dæmdur til þess að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa haft rúm 2 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Efnin fundust við leit í klefa hans sem er númer 43. 29.6.2009 14:03
12,5 milljónum úthlutað úr Tónlistarsjóði Menntamálaráðherra hefur að tillögu tónlistarráðs úthlutað styrkjum úr Tónlistarsjóði fyrir seinni helming þessa árs. Tónlistarsjóði bárust að þessu sinni 101 umsókn frá 93 aðilum. Heildarfjárhæð umsókna nam 76.994.903 kr. Veittir voru styrkir til 68 verkefna að heildarupphæð 12.550.000, að því er kemur fram í tilkynningu. 29.6.2009 14:00
Sprengisandur að opnast Sprengissandsleið um Bárðardal opnast síðdegis á morgun eða á miðvikudagmorgun. Veghefill frá Vegagerðinni á Húsavík lagði af stað upp á Sprengisand í morgun í þeim tilgangi að lagfæra veginn og ryðja burt síðustu hindrunum. 29.6.2009 12:30
Tímabundinn forstjóri Útlendingastofnunar settur Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett Rósu Dögg Flosadóttur lögfræðing í embætti forstjóra Útlendingastofnunar tímabundið í sex mánuði, frá og með 1. júlí til 31. desember 2009. Embættið var laust til setningar vegna framlengds leyfis skipaðs forstjóra til næstu áramóta, að því er kemur fram í tilkynningu. 29.6.2009 12:14
Hópslagsmál á Flúðum Lögreglan á Selfossi var kölluð út aðfaranótt sunnudags vegna hópslagsmála á Flúðum. Einn maður nefbrotnaði í átökunum og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem gert var að sárum hans. 29.6.2009 12:04
UJ fordæma ofbeldi í Íran Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hefur sent frá sér ályktun þar sem hún fordæmir grimmd íranskra stjórnvalda í garð almennings í landinu. Hún skorar jafnframt á íslensk stjórnvöld að þrýsta á að ofríkinu linni og lýðræðislegum vilja kjósenda í Íran verði framfylgt, svo aðrar þjóðir fái búið við sömu mannréttindi og við búum við hér á landi. 29.6.2009 11:59
Ríkisstjórnin vísar Icesave til Alþingis Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi í morgun að vísa frumvarpi um ríkisábyrgðir vegna Icesave skuldbindinga til meðferðar Alþingis. Gert er ráð fyrir því að frumvarpinu verði dreift í dag og að þingið hafi málið svo til meðferðar næstu daga eða jafnvel vikur. Frumvarpið sjálft mun vera einfalt í sniðum, um það bil tvær blaðsíður, en því fylgja gögn sem eru sögð varpa frekara ljósi á málið. 29.6.2009 11:25
Vistheimilanefnd skilar næstu skýrslu í september Vistheimilanefnd sem kannar starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn hyggst skila áfangaskýrslu í september en nefndin hefur þegar rætt við á annað hundrað manns vegna rannsóknarinnar. 29.6.2009 11:20
Óvæntur gestur í Sjóræningjahúsinu Starfsfólk Sjóræningjahússins í Patreksfirði fékk óvæntan gest í byrjun mánaðarins þegar trjábukkur kom út úr við sem verið var að nota í leiksvið. Að því er kemur fram á vef Bæjarins besta kom viðurinn í bæinn sem pakkning utan um efni sem nota átti í höfn bæjarins, en sendingin er talin hafa komið frá Rússlandi eða Þýskalandi. 29.6.2009 11:17
Vefur um vistvæn innkaup opnaður Vefurinn Vinn.is hefur nú verið opnaður, en hann er hluti af verkefninu Vistvæn innkaup. Að verkefninu standa umhverfisráðuneytið, Ríkiskaup, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær. 29.6.2009 10:54
Bandormurinn samþykktur Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum, eða bandormurinn eins og það er jafnan kallað, var rétt í þessu samþykkt með breytingum frá meirihluta efnahags- og skattanefndar. 31 þingmaður greiddi frumvarpinu atkvæði sitt, en sextán greiddu atkvæði gegn því. 29.6.2009 10:24
Fékk glas í andlitið fyrir utan grænmetisstað Tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að brjóta glas á andliti annars manns með þeim afleiðingum að hann hlaut rúmlega sex sentímetra langan skurð á andliti. 29.6.2009 10:09
Norrænir félags- og heilbrigðisráðherrar funda Norrænir félags- og heilbrigðisráðherrar funda í Reykjavík í dag og ræða áhrif efnahagssamdráttar á velferðarmálin, félags- og heilbrigðismál. Auk þess ræða þeir samstarf Norðurlandanna í baráttunni gegn afleiðingum inflúensu og framtíðarskipulag norrænna stofnana á sviði velferðarmála. 29.6.2009 09:38
Indriði H: Iceslave.is segir lítið um málið í heild sinni „Þessi tala sem þarna birtist segir afskaplega lítið um málið í heild sinni," segir Indriði H. Þorláksson, einn samningamanna Íslands í Icesave málinu, um Iceslave-skuldaklukkuna svokölluðu. 29.6.2009 09:34
Lífeyrissjóðir vilja fjármagna framkvæmdir Lífeyrissjóðirnir eru reiðubúnir til þess að setja 90 til 100 milljarða króna til þess að fjármagna opinberar framkvæmdir næstu fjögur árin. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Arnari Sigurmundssyni, formanni Landssamtaka lífeyrissjóðanna. 29.6.2009 08:59
Norrænir dómsmálaráðherrar funda Barnaklám, norrænt lögreglusamstarf og skipulögð glæpastarfsemi á Norðurlöndum verður meðal efnis á dagskrá fundar norrænu dómsmálaráðherranna þegar þeir funda hér á Íslandi í dag, mánudag. 29.6.2009 08:57
Bíll brann við Grjótháls Bifreið brann til kaldra kola á Grjóthálsi um klukkan hálfeitt í nótt. Annar bíll sem stóð við hlið hins skemmdist einnig töluvert í eldinum. 29.6.2009 07:05
AGS-yfirlýsingu breytt vegna Icesave Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins. 29.6.2009 06:00
Eiga 113 sumarhúsalóðir og 107 íbúðir Nýji Kaupþing og Íslandsbanki eiga samanlagt 107 húseignir. Ekki fengust upplýsingar um eignir Landsbankans. Meðal annarra eigna bankanna eru 70 bifreiðar, 3 hesthús og 3 íbúðahúsalóðir. 29.6.2009 05:00
Stórhættulegt svæði „Þetta er ekki þannig svæði að mönnum ætti að detta í hug að fara um það á snjósleða. Það er stórhættulegt. Drengurinn fer niður í hallann, þar sem allt er krosssprungið yfir sumartímann. En þetta skrifast bara á ókunnugleika,“ segir Snorri H. Jóhannesson í Björgunarsveitinni Ok í Borgarnesi. Hann var einn af tugum björgunarsveitarmanna sem kallaðir voru út á Geitlandsjökul, vestasta hluta Langjökuls, á laugardag. Þar hafði fimmtán ára drengur fallið um fimmtán metra ofan í jökulsprungu. Hann lenti á syllu niðri í sprungunni og náði að halda sér á henni í um tvær klukkustundir, eða þangað til björgunarsveitarmenn hífðu hann upp. 29.6.2009 04:30
Veita sálrænan áfallastuðning Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rauði kross Íslands hafa gert með sér samkomulag um að veita sálrænan stuðning fólki sem komið hefur að vettvangi alvarlegra atburða þar sem kallað er eftir aðstoð lögreglunnar. 29.6.2009 03:45
Framlög til háskóla hærri 2010 en 2008 Framlög til háskóla hafa meira en þrefaldast á síðustu níu árum. Árið 2000 námu framlög ríkisins til allra skólanna 4,3 milljörðum króna. Á fjárlögum 2009 nemur sú upphæð 14,5 milljörðum. Framlög til skólanna á næsta ári verða hins vegar skert um 8,5 prósent á næsta ári. 29.6.2009 03:00
Einn deyr á viku að meðaltali „Við teljum mikinn ávinning af skimun fyrir ristilkrabbameini,“ segir Skúli Skúlason sem stýrt hefur undirbúningsvinnu fyrir stofnun félags fólks með ristilkrabbamein. Skúli segir þetta mikilvægt verkefni enda deyi vikulega einn Íslendingur af völdum ristilkrabbameins. Sjúkdómurinn er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina á Íslandi. Alls dóu 271 á árunum 2002 til 2006, 122 konur og 149 karlar. 29.6.2009 03:00
Írsk setter-tík valin sú besta Cararua Alana, tæplega fimm ára gömul írsk setter-tík, var valin besti hundur sumarsýningar Hundaræktarfélags Íslands í gær. „Í ár vorum við með fimm erlenda dómara og þeim bar saman um að hún væri verðug þessa titils. Ég er auðvitað voðalega stolt af henni,“ segir Jóna Viðarsdóttir, eigandi tíkarinnar og jafnframt formaður HRFÍ. 29.6.2009 02:30
Bið eftir ættleiðingu lengist Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. 29.6.2009 02:00
Enn gustar um bæjarstjórn Kópavogs Bæjarfulltrúar Framsóknar og Samfylkingar sem sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs standa enn við sínar fullyrðingar um að þeir hafi verið blekktir. Gögn sem sýna fram á hið gagnstæða hafa komið fram. Oddviti Vinstri grænna í bænum segir að þeir verði alvarlega að íhuga stöðu sína sem bæjarfulltrúar. 28.6.2009 18:41
Bílvelta skammt frá Gljúfrasteini - karlmaður fluttur á slysadeild Umferðaróhapp varð á Þingvallavegi á Mosfellsheiði skammt frá Gljúfrasteini þegar fólksbifreið valt á sjöunda tímanum í kvöld. Ökumaður, sem var einn á ferð, kastaðist út úr bifreiðinni og var fluttur töluvert slasaður á slysadeild Landspítlans í Fossvogi. 28.6.2009 19:04
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent