Innlent

Dregið úr tilkynningum um vændi eftir efnahagshrunið

Höskuldur Kári Schram skrifar
Tilkynningum um vændi hefur fækkað eftir hrun.
Tilkynningum um vændi hefur fækkað eftir hrun.
Verulega hefur dregið úr tilkynningum til lögreglunnar um vændissölu hér á landi það sem af er þessu ári. Lögreglan telur líklegt að erlendar vændiskonur vilji síður koma hingað til lands eftir efnhagshrunið.

Ný lög um vændiskaup tóku gildi í aprílmánuði síðastliðnum en samkvæmt þeim er einungis refsivert að kaupa og hafa milligöngu um vændi.

Á undanförnum árum hafa fjölmargar erlendar vændiskonur komið hingað til lands - flestar frá Suður Ameríku - og þá aðallega Brasilíu - samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Á síðasta ári bárust lögreglunni að meðaltali 3 tilkynningar í mánuði í tengslum við vændi. Verulega hefur dregið úr tilkynningum á þessu ári - og meðaltalið nú ein tilkynning í mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur nokkuð dregið úr komu erlendra vændiskvenna hingað til lands og talið líklegt að skýringa megi leita í efnhagsástandinu. Vændiskonur vilja síður koma til Íslands eftir bankahrunið. Þá gætu gjaldeyrishöftin og gengi krónunnar einnig haft sitt að segja í þessu samhengi.

Lögreglan telur þó varasamt að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. Þetta gæti verið tímabundið og einnig er ekki útilokað að vændisstarfsemi hafi færst neðjarðar við gilditöku nýju laganna í aprílmánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×