Innlent

Með amfetamín í klefa 43

Efnin fundust á Litla Hrauni.
Efnin fundust á Litla Hrauni.

Rúmlega tvítugur fangi á Litla Hrauni, Davíð Þór Gunnarsson, var dæmdur til þess að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa haft rúm 2 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Efnin fundust við leit í klefa hans sem er númer 43.

Davíð var hluti af svokölluðu Árnesgengi en hann og nokkrir félagar hans fóru ránshendi um Árnessýslu. Þeir voru ákærðir í 70 liðum. Þeir þóttu heldur afkastamiklir en þegar rætt var við afbrotafræðinginn Helga Gunnlaugsson í apríl 2007 þá sagðist hann ekki muna eftir annarri eins afbrotavirkni.

Davíð var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands en hann mætti ekki í dómsal vegna málsins. Greiði hann ekki sektina þarf hann að afplána sex daga fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×