Fleiri fréttir

Borgarafundur um Icesave

Annað kvöld fer fram opinn borgarafundur í Iðnó undir yfirskriftinni: Icesave - Getum við borgað? Frummælendur verða Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Ríkisstjórnin gerði mistök varðandi Icesave

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa staðið illa að kynningu Icesavesamkomulagsins og gert ákveðin mistök með því að ætla að ná samkomulaginu í gegn án þess að leggja það fram á Alþingi. Fyrir það verði stjórnin að bæta. Árni Páll var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem þjóðmálin voru til umræðu og þetta kom fram.

Árleg hundasýning haldin í reiðhöll Fáks

Um helgina tóku rúmlega 650 hundar af 82 hundakynjum í hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands í reiðhöll Fáks í Víðidal. Sýningar félagsins hafa stækkað ár frá ári og er sú staðreynd talinn endurspegla mikinn áhuga Íslendinga á hundum og hreinræktun þeirra.

Gagnrýnir skort á upplýsingum eftir harkalega lendingu

Farþegi sem kom til landsins með flugvél Iceland Express í gærkvöldi gagnrýnir flugfélagið harðlega fyrir skort á upplýsingum eftir að vélin var stöðvuð harkalega við lendingu. Framkvæmdastjóri Iceland Express segir að flugmaður vélarinnar hafi beðið um forgang eftir að viðvörunarlaus kviknaði vegna bilunnar sem hafi ekki verið alvarleg.

Vill að Flosi og Ómar íhugi að víkja sem bæjarfulltrúar

Bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi telur eðlilegt að bæjarfulltrúarnir Flosi Eiríksson og Ómar Stefánsson íhugi stöðu sína sem bæjarfulltrúar í ljósi fréttar Morgunblaðsins í gær þess efnis að þeir hafi sem stjórnarmenn í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar vitað að ekki væru allar upplýsingar gefnar til Fjármálaeftirlitsins.

Ungmennin á batavegi

Ungmennin fimm sem slösuðust í bílslysi í Fagradal í Fjarðabyggð í gær eru öll á batavegi. Þrjár stúlkur voru í bílnum og tveir karlmenn. Stúlkurnar voru fluttar á sjúkrahúsið á Akureyri og verða væntanlega útskrifaðar í dag.

Engin gögn styðja fullyrðingar ráðamanna

Engin gögn styðja þær fullyrðingar ráðamanna að Íslendingar séu tilneyddir til að fallast á Icesave samkomulagið. Þetta segir Ólafur Elíasson, hjá Indefence hópnum. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir að verja ekki þjóðina gagnvart yfirgangi Breta og Hollendinga.

Lögregla lýsir eftir Óla Erni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Óla Erni Jónssyni fæddum árið 1981. Ekkert hefur spurst til hans frá því klukkan eitt í nótt. Björgunarsveitir hafa verið kallaður út til leitar.

Bifreið valt undir Hafnarfjalli

Umferðaróhapp varð á Grjóteyrarvegi við Hafnarskóg undir Hafnarfjalli þegar fólksbifreið valt í nótt. Þrír voru í bifreiðinni og voru þau öll flutt á Heilsugæsluna í Borgarnesi. Fólkið mun ekki vera slasað, að sögn lögreglu.

15 ára dreng bjargað úr sprungu

15 ára gömlum dreng var bjargað upp úr sprungu á vestanverðum Langjökli í gærkvöldi og var hann fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Brotist inn í tvo söluturna

Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talsverður fjöldi fólks var og í miðborginni og karnival stemning, að sögn aðalvarðstjóra. Nokkur ölvun var að sjá en engin líkamsárás vart tilkynnt til lögreglu.

Vélsleðamaðurinn á leið til Reykjavíkur

Verið er að flytja vélsleðamann sem féll ofan í sprungu upp úr á vestanverðum Langjökli fyrr í kvöld til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu kemur fram að ekki sé hægt staðfesta hversu mikið slasaður maðurinn er.

Frumvarp um Icesave lagt fyrir Alþingi eftir helgi

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, reiknar með því að frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins verði lagt fyrir Alþingi eftir helgi. Hann segir erfitt að bera samkomulagið undir þjóðaratkvæði.

Ósáttur hundaeigandi réðist á lögreglumann

Ósattur hundaeigandi í Reykjanesbæ réðist á lögreglumann eftir að hundur mannsins hafði verið tekinn í vörslu lögreglunnar. Tveir lögreglumenn meiddust í átökum við manninn sem gistir fangageymslu.

Koma verður í veg fyrir landflótta

Gæta þarf jafnvægis milli skattlagningar og niðurskurðar til að koma í veg fyrir landflótta að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir þó óhjákvæmilegt að aðhaldaðgerðir ríkistjórnarinnar bitni á heimilunum með einum eða öðrum hætti.

Enginn með allar réttar í lottóinu

Enginn var með allar fimm tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og því verður potturinn þrefaldur í næstu viku. Enginn var með fjórar réttar tölur og bónustölu og verður bónusvinningurinn tvöfaldur að viku liðinni.

Raforkuverð sligar garðyrkjubændur

Raforkuverð er að sliga íslenska garðyrkjubændur eftir að 25 prósenta hækkun tók nýlega gildi. Útlitið er svart segir framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubænda. Hann telur marga neyðast til að hætta framleiðslu yfir vetrartímann verði raforkuverð ekki lækkað.

Þyrla kölluð út vegna slyss á Langjökli

Björgunarsveitir voru kallaðar út á sjöundatímanum í kvöld þegar tilkynnt var um slys á Langjökli. Sæunn Ósk Kjartansdóttir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að tildrög slyssins séu óljós en svo virðist sem að maður maður hafi fallið um sprungu í Geitlandsjökli sem er vestastihluti Langjökuls.

Fóru loftleiðina yfir Gullfoss án vængja

Á annan tug björgunarsveitarmanna hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg svifu yfir Gullfoss í dag og létu sig síga niður tugi metra. Ekki er vitað til þess að loftleiðin hafi áður verið farin yfir Gullfoss án hjálpar vængja.

Á þriðja hundrað mótmæltu á Austurvelli

Um þrjú hundruð manns voru á mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli í dag, þar sem Icesave samkomulaginu var mótmælt og sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja. Þá krafist fundurinn þess að réttað verði tafarlaust yfir hvítflibbaglæpamönnum.

Íslandsmetið í Esjugöngu slegið

Tveir fjallgöngugarpur, Sveinn Halldór Helgason og Þorsteinn Jakobsson, slógu Íslandsmet í Esjugöngu með því að komast sjö sinnum upp á Esjuna í dag. Þeir tóku daginn snemma og byrjuðu klukkan tvö í nótt þar sem þeir töldu að það yrði sól og hiti í dag.

Næstu skref móta framtíðina - 13 þingmenn vilja þjóðaratkvæði

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að næstu skref sem þjóðin taki muni móta framtíð hennar. Þrettán þingmenn Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu eins fljótt og auðið er um hvort staðfesta eigi ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna.

Þjófar handteknir í Kringlunni

Lögreglan handtók í hádeginu þrjá karlmenn sem staðnir voru að þjófnaði í verslun í Kringlunni. Öryggisverðir verslunarmiðstöðvarinnar höfðu afskipti af mönnunum og lauk þeim samskiptum með því að kalla þurfti til lögreglumenn, að sögn varðstjóra.

Hvalur 8 á leið í land með tvær langreyðar

Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er á leið í land með tvær langreyðar. Þetta eru fyrstu dýrin sem skipið veiðir í 20 ár. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., gat ekki upplýst hvar dýrin voru veidd og endaði með því að skella á fréttamann.

Þurfum að segja bless við AGS og nei við Icesave

„Við þurfum kjark til að segja bless við AGS og kjark til að segja nei við Icesave og biðja Breta og Hollendinga um að setjast aftur að samningaborðinu,“ segir Valgeir Skagfjörð, varaþingmaður Borgarahreyfingarinnar. Hann gerir síðustu daga að umfjöllunarefni í pistli á heimasíðu sinni en frá því á mánudaginn hefur Valgeir setið á þingi sem varamaður Þórs Saari.

Nóg komið af órökstuddum hræðsluáróðri

Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum InDefence hópsins, segir nóg komið af hræðsluáróðri og órökstuddum fullyrðingum ráðamanna varðandi Icesave samkomulagið. Hann segir kjánalegt að halda því fram að nágranna- og vinaþjóðir fari í viðskiptastríð við okkur samþykki Alþingi ekki samkomulagið við bresk og hollensk stjórnvöld.

Hiti verður á bilinu 8 til 22 stig í dag

Það verður hægviðri eða hafgola á landinu í dag og víða bjartviðri eða bjart með köflum, en þokuloft úti við ströndina norðan- og austanlands. Á morgun þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu, en norðanlands verður nokkuð bjart fram eftir degi. Hiti verður á bilinu 8 til 22 stig, hlýjast í innsveitum en svalast í þokunni.

Fjallgöngugarpur búinn að ganga fimm sinnum upp á Esjuna í dag

Þorsteinn Jakobsson, fjallgöngugarpur, stefnir á að komast sjö sinnum upp á Esjuna í dag og slá þar með Íslandsmet í Esjugöngu en þetta er gert til styrktar Ljósinu, sem er endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Þorsteinn tók daginn snemma og byrjaði klukkan tvö í nótt.

Ungmennin ekki í lífshættu

Fimm ungmenni voru flutt á sjúkrahús, þar af fjögur með sjúkraflugi, eftir að bifreið sem þau voru í fór útaf veginum í Fagradal í Fjarðarbyggð. Fólkið er ekki í lífshættu.

Brotist inn í leikskólann Örk á Hvolsvelli

Brotist var inn í leikskólann Örk á Hvolsvelli aðfaranótt föstudagsins. Þaðan voru teknar tvær fartölvur og skjávarpi. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir í kringum leikskólann aðfaranótt föstudagsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488-4110.

Þyrla sótti slasað barn

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna slyss á þriggja ára stúlku í Félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja og Miklaholtshreppi. Stúlkan var við leik þegar hún féll um einn og hálfa metra niður á gólf. Hún lenti á bakinu og var óttast að um innvortis meiðsl.

Mótmæla sinnuleysi stjórnvalda

Samtökin Raddir fólksins hafa boðað til útifundar á Austurvelli í dag klukkan þrjú en þetta er 31. fundurinn á Austurvelli undir merkjum samtakanna.

Eyða þarf 180 milljarða króna halla

Ef ekki kæmi til aukinnar tekjuöflunar ríksins með skattahækkunum þyrfti að skera niður um 40% af umfangi hins opinbera. Þetta kemur fram í grein sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ritar í Fréttablaðið í dag.

Piltur ógnaði öðrum með hníf

Nóttin var tíðindalítil á höfuðborgarsvæðinu, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar. Lögregla handtók þó undir morgun 16 ára pilt í miðborginni þar sem hann ógnaði öðrum með vasahníf. Drengurinn var færður á lögreglustöð en sökum ungs aldurs var hringt í foreldra hans sem komu og sóttu hann.

Fimm ungmenni slösuðust í bílslysi

Fimm ungmenni slösuðust eftir að bíll sem þau voru í fór út af veginum í Fagradal um klukkan hálf fjögur í morgun. Beita þurfti klippum til að ná fólki út úr bílnum og var tækjabíll slökkviliðs Fjarðarbyggðar sendur á staðinn ásamt sex sjúkrabílum.

Bróðir árásarmanns tekinn

Lögreglan á höfuð­borgarsvæðinu handtók á fimmtudag mann sem sterklega er grunaður um að tengjast alvarlegu líkamsárásarmáli. Bróðir þess handtekna hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní vegna málsins.

Ræddu um hælisleitendur

Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, fundaði í gær með norrænum ráðherrum útlendingamála í Lardal í Noregi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Vinna hefur áhrif á tíðni krabbameins

Minnstar líkur eru á því að bændur og garðyrkjumenn fái krabbamein, en mestar líkur á krabbameini eru meðal starfsstétta sem hafa auðvelt aðgengi að tóbaki og áfengi, eins og starfsfólk veitingastaða. Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á Norðurlöndunum á nýgengi krabbameina meðal starfsstétta.

Strákar hærri þegar karlar kenndu

„Stelpur taka oft fyrr út þroska en strákar. Það gæti verið ástæðan,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, spurður hverja hann telji ástæðu þess að stúlkur eru með hærri einkunnir en drengir í grunnskóla og eru nú í miklum meirihluta í vinsælustu framhaldsskólum landsins. Hann segir að KÍ hafi ekki rætt þetta á fundum.

Yfirfull fangelsi nú hættuástand

Gripið hefur verið til þess ráðs að nýta einangrunar­klefa í fangelsum hér á landi til vistunar á almennum afplánunar­föngum. Öll fangelsi eru yfirfull og um 200 brotamenn á boðunar­lista til afplánunar, auk 1.600 einstaklinga sem sitja eiga af sér vararefsingu. Virkir, dæmdir brotamenn leika lausum hala þar sem ekki er pláss til að láta þá hefja afplánun, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær.

Stal meðlagi og notaði í rekstur

Tæplega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Jafnframt til að greiða Innheimtustofnun sveitarfélaga hálfa milljón króna.

Boða stóreignaskatt og hækkun á áfengi

Fjármálaráðherra boðar 30 til 40 prósenta hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi á næstu mánuðum í nýrri skýrslu um jöfnuð í ríkisfjármálum sem gerð var opinber í gær. Áætlað er að slíkar hækkanir gætu skilað ríkinu fjórum milljörðum í auknar tekjur. Hægt væri að hækka gjöldin í áföngum út næsta ár.

Allt nötrar enn vegna Icesave

Enn er alls óvíst hvort ríkisábyrgð vegna Icesave-lánsins verður samþykkt á Alþingi. Til stendur að frumvarpið verði lagt fram í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir