Innlent

Vistheimilanefnd skilar næstu skýrslu í september

Breiðavíkurdrengir.
Breiðavíkurdrengir.

Vistheimilanefnd sem kannar starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn hyggst skila áfangaskýrslu í september en nefndin hefur þegar rætt við á annað hundrað manns vegna rannsóknarinnar.

Nefndin hefur þegar skilað af sér skýrslu vegna Breiðavíkurheimilisins. Nú er nefndin með átta önnur vistheimili fyrir börn til skoðunar.

Þau eru: Vistheimilið Kumbaravogur, Heyrnleysingjaskólinn , Stúlknaheimilið Bjarg, Vistheimilið Reykjahlið, Heimavistarskólinn Jaðar, Upptökuheimili ríkisins, Unglingaheimili ríkisins og Vistheimilið Silungapollur.

Alls hefur nefndin rætt við 170 einstaklinga, bæði vistmenn og starfsmenn á fyrrnefndum heimilum.

Nefndin mun skila niðurstöðum úr rannsókn sinni á vistheimilunum að Kumbaravogi, Stúlknaheimilinu Bjargi og Heyrnarleysingjaskólanum þann fyrsta September.

Nefndin hefur rætt við 94 einstaklinga vegna þessara heimila og borist mikið magn skjallegra gagna samkvæmt tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×