Innlent

Óvæntur gestur í Sjóræningjahúsinu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Trjábukkur í öllu sínu veldi, eða rúmur krónupeningur að stærð.
Trjábukkur í öllu sínu veldi, eða rúmur krónupeningur að stærð. Mynd/Nave.is

Starfsfólk Sjóræningjahússins í Patreksfirði fékk óvæntan gest í byrjun mánaðarins þegar trjábukkur kom út úr við sem verið var að nota í leiksvið. Að því er kemur fram á vef Bæjarins besta kom viðurinn í bæinn sem pakkning utan um efni sem nota átti í höfn bæjarins, en sendingin er talin hafa komið frá Rússlandi eða Þýskalandi.

Þessi tegund viðarbjalla getur orðið 2,8 sentimetrar að lengd og finnst aðallega í Danmörku, Svíþjóð og Mið-Evrópu. Lirfur bjöllunnar lifa einkum í eik, beyki, álmi, birki og víði og heldur skepnan sig helst í nágrenni trjánna.

Frétt BB.is um málið má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×