Innlent

Gjaldkeri dæmdur fyrir fjársvik

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum Vilborgu Auðunsdóttur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið að sér um það bil þrjár milljónir.

Fjársvikin áttu sér stað frá árinu 2007 til 2008 þegar hún var gjaldkeri hjá Íþróttabandalagi Suðurnesja. Þá færði hún alls ellefu sinnum fjárhæðir af reikningi íþróttbandalagsins yfir sinn eigin reikning.

Hæsta upphæðin nam tæpum fimm hundruð þúsund krónurm, sú lægsta var um fimmtíu þúsund krónur.

Þá samþykkti hún að greiða upphæðina til baka auk vaxta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×