Innlent

Icesave: Á eldfimu og viðkvæmu stigi

Frá Icesave-mótmælunum.
Frá Icesave-mótmælunum.

Báðir þingflokkar ríkisstjórnarinnar eru búnir að funda um Icesave-samkomulagið en málið mun vera á eldfimu og viðkvæmu stigi.

Fréttastofa hefur ekki fengið aðgang að gögnunum en samkvæmt heimildum Vísis þá hafa báðir flokkarnir gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið sem á að leggja fyrir Alþingi á miðvikudaginn.

Ríkisstjórnin fundaði í morgun og samþykkti frumvarp Fjármálaráðherrans um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Degi áður var tekist á um samkomulagið innan þingflokks Vinstri grænna.

Það var svo eftir ríkisstjórnarfund í dag sem Samfylkingin fór yfir málið. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði Frumvarpið útkrassað eftir athugasemdirnar. Til stendur að lokadrög frumvarpsins líti dagsins ljós a morgun.

Báðir flokkar hafa gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Þá eru þingmenn stjórnarflokkanna ekki enn komnir með öll gögn í hendur vegna málsins samkvæmt heimildum Vísis.

Einn viðmælandi sagði málið á eldfimu og viðkvæmu stigi.

Stefnt er að því að leggja frumvarpið fyrir Alþingi í næstu viku. Ef Alþingi fellir frumvarpið um ríkisábyrgðina er ljóst að samningur sem stjórnvöld hafa þegar gert vegna Icesave fellur þar með úr gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×