Innlent

Sigmundur og Ásta tókust á að nýju

Sigmundur Davíð og Ásta tókust á í dag.
Sigmundur Davíð og Ásta tókust á í dag. Mynd/ Anton Brink
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknar, kvað sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta á þingi fyrr í dag og gerði harkalegar athugasemdir við fundarstjórn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur.

Hann hóf mál sitt á að bjóða forseta velkominn heim frá Ungverjalandi, þar sem hann hafði tekið þátt í að fagna því að tuttugu ár eru liðin frá falli kommúnismans. Því næst sagðist hann vona að forseti hafi rifjað upp ástand mála í Austur Evrópu undir stjórn kommúnista, þegar þeir sem fóru með stjórnina hverju sinni nýttu vald sitt til að halda minnihlutanum í skefjum.

Þá kvartaði Sigmundur undan því að Ásta truflaði þingmenn nánast í hvert skipti þegar þeir tjáðu sig undir liðnum fundarstjórn forseta. Frægt er orðið þegar Sigmundur var sjálfur kveðinn í kútinn þegar forseta þótti hann fara út fyrir efnið í umræddum lið með hvorki fleiri né færri en 23 bjölluslögum.

Sigmundur spurði að lokum hvort rifja þyrfti upp hvernig Ásta hefði sjálf nýtt liðinn í gegnum tíðina, svo og ráðherrar ríkisstjórnarinnar.




Tengdar fréttir

Klukknahljóð á alþingi - sló 23 sinnum á bjölluna

Forseti Alþingis fór hamförum á bjöllunni í dag og sló allt að tuttugu og þrisvar í hana, þegar honum fannst formaður Framsóknarflokksins fara á svig við þingsköp og ræða allt önnur mál en dagskrárliðurinn heimilaði honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×