Innlent

Ökufanti sleppt úr varðhaldi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Svona lauk ofsaökuferð mannsins um Hlíðahverfi og miðbæ.
Svona lauk ofsaökuferð mannsins um Hlíðahverfi og miðbæ. Mynd/Egill

Ekki verður krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir ökumanninum sem gekk berserksgang þar síðasta sunnudagskvöld. Hann kemur til með að losna úr varðhaldi klukkan 16:00.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var varðhaldsins upphaflega krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þar sem rannsókn málsins er lokið þótti ekki ástæða til að framlengja það.

Málsgögnum hefur nú verið komið til embættis ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Maðurinn er grunaður um brot er varða við lög um almannahættu, manndráp, líkamsmeiðingar og brot gegn valdstjórninni.


Tengdar fréttir

Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð

Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×