Innlent

Norrænir dómsmálaráðherrar funda

Barnaklám, norrænt lögreglusamstarf og skipulögð glæpastarfsemi á Norðurlöndum verður meðal efnis á dagskrá fundar norrænu dómsmálaráðherranna þegar þeir funda hér á Íslandi í dag, mánudag. Um miðjan júní voru 80 manns handteknir á Norðulöndum vegna gruns um aðild að barnaklámi. Handtökurnar voru liður í sameiginlegum norrænum aðgerðum í baráttunni gegn barnaklámi og kynferðislegu ofbeldi gegn börnum sem miðlað er um netið. Á fundinum á Íslandi munu ráðherrarnir fá upplýsingar um gang verkefnisins og ræða hvernig því verði fram haldið. Miðlun á reynslu landanna hvað varðar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi verður einnig á dagskrá fundarins. Í Danmörku hefur á undanförnum árum sjónum verið beint að skipulagðri glæpastarfsemi og munu Danir því meðal annarra gera grein fyrir gildandi lögum um glæpastarfsemi að því er fram kemur í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×