Við viljum svör: Opinn borgarafundur um Icesave í Iðnó Gunnar Örn Jónsson skrifar 29. júní 2009 14:56 Við ætlum ekki að vera þrælar segja InDefence meðlimir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans, Indriði Þorláksson, taka þátt í pallborðsumræðum á opnum borgarafundi um Icesave skuldbindingarnar sem haldinn verður í Iðnó klukkan átta í kvöld. Vonast er til að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sjái sér fært að mæta. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og bróðir Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna, verður frummælandi af hálfu InDefence hópsins. Á fundinum mun InDefence hópurinn kalla eftir gögnum frá ríkisstjórninni sem taki af allan vafa um að Íslendingar geti staðið við Icesave samkomulagið, sem nú liggur fyrir, og jafnframt endurreist efnahagslíf sitt. Til umræðu verða helstu atriðin í þeirri gagnrýni sem komið hafa fram á samning ríkisstjórnarinnar um Icesave, en þau lúta meðal annars að lagalegu réttmæti þess að íslenskir skattgreiðendur taki að sér að greiða vanskil Landsbankans vegna Icesave og takmörkunum á regluverki ESB. Bent hefur verið á að með samningnum gangist íslenska ríkið í takmarkalausa ábyrgð án nokkurra fyrirvara. Einnig hafa komið fram rökstuddar efasemdir um að íslenska ríkið geti staðið við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem í samningnum felast, enda þurfi gjaldeyrisafgangur landsins ár hvert að vera meiri en nokkru sinni undanfarin 25 ár til þess að standa skil á greiðslum. „Alþingi þarf að staðfesta ríkisábyrð á skuldum vegna Icesave til þess að samningurinn öðlist gildi. InDefence hópurinn hefur að undaförnu mælt fyrir því að sest verði að samningaborðinu að nýju og að þá verði tekið ríkara tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í," segir í tilkynningu InDefence hópsins. InDefence hópurinn hvetur fólk til að mæta og bendir á að allir Íslendingar verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. „Samningurinn er slæmur og við viljum einfaldlega að það verði endursamið. Það voru stjórnarhættir félaga og stjórnarhættir hins opinbera sem brugðust. Við viljum ekki sjá sjö ára skjól og segja svo að málin reddist. Nú ætlum við að fá svör fyrirfram en ekki gera þetta eins og gert var, að spurningunum sé svarað eftir á," segir Magnús Árni Skúlason meðlimur InDefence hópsins. Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans, Indriði Þorláksson, taka þátt í pallborðsumræðum á opnum borgarafundi um Icesave skuldbindingarnar sem haldinn verður í Iðnó klukkan átta í kvöld. Vonast er til að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sjái sér fært að mæta. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og bróðir Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna, verður frummælandi af hálfu InDefence hópsins. Á fundinum mun InDefence hópurinn kalla eftir gögnum frá ríkisstjórninni sem taki af allan vafa um að Íslendingar geti staðið við Icesave samkomulagið, sem nú liggur fyrir, og jafnframt endurreist efnahagslíf sitt. Til umræðu verða helstu atriðin í þeirri gagnrýni sem komið hafa fram á samning ríkisstjórnarinnar um Icesave, en þau lúta meðal annars að lagalegu réttmæti þess að íslenskir skattgreiðendur taki að sér að greiða vanskil Landsbankans vegna Icesave og takmörkunum á regluverki ESB. Bent hefur verið á að með samningnum gangist íslenska ríkið í takmarkalausa ábyrgð án nokkurra fyrirvara. Einnig hafa komið fram rökstuddar efasemdir um að íslenska ríkið geti staðið við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem í samningnum felast, enda þurfi gjaldeyrisafgangur landsins ár hvert að vera meiri en nokkru sinni undanfarin 25 ár til þess að standa skil á greiðslum. „Alþingi þarf að staðfesta ríkisábyrð á skuldum vegna Icesave til þess að samningurinn öðlist gildi. InDefence hópurinn hefur að undaförnu mælt fyrir því að sest verði að samningaborðinu að nýju og að þá verði tekið ríkara tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í," segir í tilkynningu InDefence hópsins. InDefence hópurinn hvetur fólk til að mæta og bendir á að allir Íslendingar verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. „Samningurinn er slæmur og við viljum einfaldlega að það verði endursamið. Það voru stjórnarhættir félaga og stjórnarhættir hins opinbera sem brugðust. Við viljum ekki sjá sjö ára skjól og segja svo að málin reddist. Nú ætlum við að fá svör fyrirfram en ekki gera þetta eins og gert var, að spurningunum sé svarað eftir á," segir Magnús Árni Skúlason meðlimur InDefence hópsins.
Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent