Við viljum svör: Opinn borgarafundur um Icesave í Iðnó Gunnar Örn Jónsson skrifar 29. júní 2009 14:56 Við ætlum ekki að vera þrælar segja InDefence meðlimir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans, Indriði Þorláksson, taka þátt í pallborðsumræðum á opnum borgarafundi um Icesave skuldbindingarnar sem haldinn verður í Iðnó klukkan átta í kvöld. Vonast er til að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sjái sér fært að mæta. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og bróðir Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna, verður frummælandi af hálfu InDefence hópsins. Á fundinum mun InDefence hópurinn kalla eftir gögnum frá ríkisstjórninni sem taki af allan vafa um að Íslendingar geti staðið við Icesave samkomulagið, sem nú liggur fyrir, og jafnframt endurreist efnahagslíf sitt. Til umræðu verða helstu atriðin í þeirri gagnrýni sem komið hafa fram á samning ríkisstjórnarinnar um Icesave, en þau lúta meðal annars að lagalegu réttmæti þess að íslenskir skattgreiðendur taki að sér að greiða vanskil Landsbankans vegna Icesave og takmörkunum á regluverki ESB. Bent hefur verið á að með samningnum gangist íslenska ríkið í takmarkalausa ábyrgð án nokkurra fyrirvara. Einnig hafa komið fram rökstuddar efasemdir um að íslenska ríkið geti staðið við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem í samningnum felast, enda þurfi gjaldeyrisafgangur landsins ár hvert að vera meiri en nokkru sinni undanfarin 25 ár til þess að standa skil á greiðslum. „Alþingi þarf að staðfesta ríkisábyrð á skuldum vegna Icesave til þess að samningurinn öðlist gildi. InDefence hópurinn hefur að undaförnu mælt fyrir því að sest verði að samningaborðinu að nýju og að þá verði tekið ríkara tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í," segir í tilkynningu InDefence hópsins. InDefence hópurinn hvetur fólk til að mæta og bendir á að allir Íslendingar verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. „Samningurinn er slæmur og við viljum einfaldlega að það verði endursamið. Það voru stjórnarhættir félaga og stjórnarhættir hins opinbera sem brugðust. Við viljum ekki sjá sjö ára skjól og segja svo að málin reddist. Nú ætlum við að fá svör fyrirfram en ekki gera þetta eins og gert var, að spurningunum sé svarað eftir á," segir Magnús Árni Skúlason meðlimur InDefence hópsins. Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans, Indriði Þorláksson, taka þátt í pallborðsumræðum á opnum borgarafundi um Icesave skuldbindingarnar sem haldinn verður í Iðnó klukkan átta í kvöld. Vonast er til að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sjái sér fært að mæta. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og bróðir Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna, verður frummælandi af hálfu InDefence hópsins. Á fundinum mun InDefence hópurinn kalla eftir gögnum frá ríkisstjórninni sem taki af allan vafa um að Íslendingar geti staðið við Icesave samkomulagið, sem nú liggur fyrir, og jafnframt endurreist efnahagslíf sitt. Til umræðu verða helstu atriðin í þeirri gagnrýni sem komið hafa fram á samning ríkisstjórnarinnar um Icesave, en þau lúta meðal annars að lagalegu réttmæti þess að íslenskir skattgreiðendur taki að sér að greiða vanskil Landsbankans vegna Icesave og takmörkunum á regluverki ESB. Bent hefur verið á að með samningnum gangist íslenska ríkið í takmarkalausa ábyrgð án nokkurra fyrirvara. Einnig hafa komið fram rökstuddar efasemdir um að íslenska ríkið geti staðið við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem í samningnum felast, enda þurfi gjaldeyrisafgangur landsins ár hvert að vera meiri en nokkru sinni undanfarin 25 ár til þess að standa skil á greiðslum. „Alþingi þarf að staðfesta ríkisábyrð á skuldum vegna Icesave til þess að samningurinn öðlist gildi. InDefence hópurinn hefur að undaförnu mælt fyrir því að sest verði að samningaborðinu að nýju og að þá verði tekið ríkara tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í," segir í tilkynningu InDefence hópsins. InDefence hópurinn hvetur fólk til að mæta og bendir á að allir Íslendingar verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. „Samningurinn er slæmur og við viljum einfaldlega að það verði endursamið. Það voru stjórnarhættir félaga og stjórnarhættir hins opinbera sem brugðust. Við viljum ekki sjá sjö ára skjól og segja svo að málin reddist. Nú ætlum við að fá svör fyrirfram en ekki gera þetta eins og gert var, að spurningunum sé svarað eftir á," segir Magnús Árni Skúlason meðlimur InDefence hópsins.
Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56