Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 15:52 Starri var í annarri af tveimur flugvélum United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins. Fjölskyldan hans var í hinni. Björn Steinbekk/Aðsend Starri Valdimarsson var meðal farþega í annarri flugvél United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Ferðalagið til Íslands tók hann rúman einn og hálfan sólarhring. Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands. Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands.
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira