Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:55 Mótmælendurnir hafa komið sér fyrir á miðjum veginum. Vísir/Oddur Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“ Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“
Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira