Innlent

Gagnrýnir samningsdrög milli HS Orku og Reykjanesbæjar

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, og Petrína Baldursdóttir, formaður bæjarráðs hafa sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd Grindavíkurbæjar vegna yfirlýstra samningsdraga milli HS Orku hf. og Reykjanesbæjar um landakaup í lögsögu Grindavíkur.

Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að það sé afar óeðlilegt að bæjarráði Grindavíkur hafi borist erindi frá HS Orku hf. dagsett 8. júní síðastliðinn þar sem bærinn hafi fengið fjóra daga eða til 12. júní til að „tjá sig efnislega um þetta mikilvæga mál. Þetta er með öllu óeðlilegt." Þá hafi HS Orka lýst því yfir nokkru áður að eðlilegast væri að landið væri í eigu Grindavíkurbæjar.

Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×